Lista- og menningarráð

15. fundur 11. apríl 2013 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Sveinn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Helga Margrét Reinhardsdóttir aðalfulltrúi
  • Arna Schram starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Arna Schram deildarstjóri
Dagskrá

1.1104012 - Gerðarsafn.

Guðbjörg Kristinsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns, greindi frá því að safninu stæði til boða að kaupa verk eftir Gerði Helgadóttur og Barböru Árnason.

Ráðið samþykkir að kaupa verk eftir Barböru Árnason.

2.1206421 - Náttúrufræðistofa Kópavogs.

Formaður leggur fram minnisblöð um stefnu Náttúrufræðistofu Kópavogs, annars vegar söfnunar- og sýningarstefnu og hins vegar starfsstefnu.

3.1104008 - Kópavogsdagar 2013

Lykilatriði er að menningarstofnanir taki þátt með öflugum hætti.

Lista- og menningarráð hvetur menningarstofnanir bæjarins til að nýta sér þetta tækifæri, eins og áður, til að kynna starfsemi sína og sýningarkost.

4.1003266 - Menningarstyrkir

Rætt hvort gera eigi langtímasamninga um rekstrarstyrk til kórana.

Ákveðið að Sveinn Sigurðsson og Helga Margrét Reinhardsdóttir leggi fyrir ráðið drög að slíkum samningum.

5.1302263 - Bókasafn Kópavogs 60 ára

Rætt um stofnun Wilhelms Beckmann. Málið er komið í ferli.

Fundi slitið - kl. 19:00.