Lista- og menningarráð

31. fundur 11. september 2014 kl. 17:15 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Hannes Friðbjarnarson aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Þuríður Backman aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram deildarstjóri
Dagskrá
Hrafn Sveinbjarnarson, forstöðumaður Héraðsskjalasafns, kom í upphafi fundar og fór yfir helstu verkefni safnsins. Lista- og menningarráð fer með stjórn safnsins. Hrafn leggur fram drög að skjalavörslustefnu fyrir Kópavogsbæ fyrir árið 2011. Hann mun leggja fram endurnýjaða stefnu í byrjun nóvember. Ráðið þakkar Hrafni yfirferðina.

1.1408106 - Beiðni um lán á Salnum undir sýningu tælenskra dansara 2. september 2014

Máli frestað á síðasta fundi. Umsókn var dregin til baka.

2.1011115 - Ljóðasamkeppnin Ljóðstafur Jóns úr Vör árið 2015

Forstöðumaður Listhúss gerir grein fyrir komandi hátíð en til stendur að efla hana til muna.

3.1407068 - Rekstarstyrkur skv. samningi, skýrsla stjórnar og ársreikningur 01.06.13-31.05.14

Farið yfir ársreikning og fleiri mál tengd LK.
Ráðið felur formanni að ræða við formann nemendafélags MK og formann stjórnar LK.

4.1008096 - Menningarstefna Kópavogs og reglugerð fyrir lista- og menningarráð

Forstöðumaðus Listhúss greinir frá fyrstu skrefunum í vinnu við stefnumótunarvinnu í menningarmálum en greiningarvinna fór fram með forstöðumönnum í menningarmálum í sumar.
Ráðið lýsir yfir ánægju með fyrstu skrefin og fagnar því að vinna sé hafin.

Fundi slitið.