Lista- og menningarráð

58. fundur 14. apríl 2016 kl. 17:15 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Björg Baldursdóttir aðalfulltrúi
  • Þuríður Backman áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir aðalfulltrúi
  • Þórunn Sigurðardóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram Forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar
Dagskrá

1.1505226 - Bæjarlistamaður Kópavogs 2015-2016.

Bæjarlistamaður Kópavogs, Jón Adolf Steinólfsson, gerir ráðinu grein fyrir störfum sínum á liðnu ári og fyrirhugaðri sýningu.
Lista- og menningarráð fagnar góðu samstarfi við bæjarlistamanninn Jón Adolf Steinólfsson en leiðarljósið í vinnu hans er jákvæð hugsun og skapandi verkefni. Afrakstur vinnu hans og nemenda í tréútskurði verður sýndur 11. maí, í menningarhúsum bæjarins, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Starf hans með börnum og ungmennum fellur vel að nýrri menningarstefnu bæjarins en þar er rík áhersla lögð á menningarfræðslu.

2.1008096 - Menningarstefna Kópavogs.

Áframhaldandi vinna við aðgerðaráætlun 2016 og næstu ára.
Samþykkt að verja 5,9 milljónum kr. í Óperudaga í Kópavogi, sem kemur í stað Kópavogsdaga í ár.

3.1311194 - Skipulagsskrá fyrir Stofnun Wilhelms Beckmann

Tilnefning Kópavogsbæjar í stjórn og varastjórn.
Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs, er tilnefnd af lista- og menningarráði í stjórn stofnunar Wilhelms Beckmann. Hrafn A. Harðarson er tilnefndur sem varamaður hennar.

4.1103362 - Erindisbréf lista- og menningarráðs

Uppfært erindisbréf lagt fram til kynningar en láðst hafði að endurnýja erindisbréfið þegar nafni nefndarinnar var breytt á sínum tíma og Listhúsið stofnað.

Fundi slitið.