Lista- og menningarráð

361. fundur 16. ágúst 2010 kl. 17:00 - 18:30 í Fannborg 2, 2. hæð Litli salur
Fundargerð ritaði: Una Eydís Finnsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.1003006 - Málefni Bókasafns Kópavogs 2010

Inga fór yfir helstu atriði á dagskrá vetrarins hjá Bókasafninu.  Dagskráin er fjölbreytt yfir árið og af mörgu að taka.  Mikið samstarf er á milli Náttúrufræðistofu Kópavogs og bókasafnsins. 

 

Ráðið beinir því til bæjarráðs að settur verði á fót undirbúningshópur vegna nýs útibús bókasafnsins í Kórum. 

 

 

 

2.1003130 - Málefni Náttúrufræðistofu Kópavogs 2010

Hilmar kynnti málefni náttúrufræðistofu Kópavogs fyrir ráðinu og lagði fram ársskýrslu Náttúrufræðistofu Kópavogs frá árinu 2009.  Hann sagði frá Kópavogsdögum, sýningum í safninu, t.d. næstu sýningu sem nefnist Timburmenn.  Einnig kynnti hann hina ýmsu fræðslu sem er á vegum safnsins, t.d. um fugla í Ríkisútvarpinu.  Samstarf við ýmsa aðila í ferskvatnsrannsóknum.  Væntanlegt samstarf við aðila á vegum umhverfisráðuneytisins við rannsóknir á Okinu. 

3.1003007 - Málefni Listasafns Kópavogs- Gerðarsafns 2010

Guðbjörg lagði fram ársskýrslu safnsins fyrir árið 2009, og sagði frá helstu hlutverkum safnsins.  Hún greindi frá gjöf sem safninu barst, verk Valgerðar Briem.  Hún sagði einnig frá safneign á verkum Gerðar Helgadóttur og því kynningarstarfi sem á sér stað á hennar verkum.  Von er á nýrri bók um Gerði á næstunni.  Hún greindi frá helstu sýningum á árinu, auk sölu á safnbúðarmunum.  Guðbjörg greindi frá hinum ýmsu styrkjum sem safnið fær til forvinnslu á listmunum. 

4.1002031 - Málefni Molans 2010

Andri greindi frá starfsemi Molans - ungmennahúss og helstu markmiðum stofnunarinnar.  Hann greindi frá því sem þar fer fram og þeirri aðstöðu sem ungmennum býðst.  Einnig var rætt um hugmyndafræðina á bak við ungmennahúsið og því hvernig vel hefur tekist að fá breiðan hóp fólks inn í húsið.  

5.1006031 - Málefni Salarins 2010.

Elísabet kynnti starfsemi og tónleikahald í tónlistarhúsi bæjarins, Salnum. 

6.1008095 - Málefni héraðsskjalasafns 2010.

Hrafn greindi frá starfsemi héraðsskjalasafnsins, skyldum þess og vinnureglum.  Safnið geymir skjöl af ýmsum toga, ljósmyndir, myndbönd, bækur, bréf og fleira.  Stærsti þátturinn í safninu er skjalasafn bæjarins.  Hrafn sýndi ráðinu ársrit safnsins, þar sem safnkostinum er lýst og í eru einnig greinar um bæinn. 

 

7.1008096 - Menningarstefna Kópavogs, endurskoðun 2010.

Lögð var fram menningarstefna Kópavogs, sem fyrri ráð hafa unnið að.  Stefnt er að endurskoðun á stefnunni á haustmánuðum.

8.1008100 - Afrika-Lole óskar eftir verkefnis- og viðburðastyrk vegna guineskrar hátíðar á SPOT í október 2010.

Erindinu er frestað til styrkúthlutunar í nóvember 2010.

Varaformaður lista- og menningarráðs var tilnefnd Una Björg Einarsdóttir og var það samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:30.