Lista- og menningarráð

22. fundur 21. nóvember 2013 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Helga Margrét Reinhardsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Arna Schram starfsmaður nefndar
  • Matthías Páll Imsland aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram deildarstjóri
Dagskrá

1.1309396 - Hugmyndasamkeppni um nýtingu undirgangna. Tillaga frá Pétri Ólafssyni.

Forstöðumaður UT-deildarinnar fór yfir þá möguleika sem væru færir varðandi hugmyndasamkeppni í gegnum vef bæjarins.

Ráðið þakkar forstöðumanni UT-deildarinnar fyrir komuna og upplýsingarnar.

2.1205551 - Málefni Tónlistarhúss Kópavogs

Forstöðumaður Salarins kynnir starfsemina ásamt Helga Jónssyni sem unnið hefur fyrir Salinn varðandi klassíska tónlist.

Ráðið þakkar þeim Aino Freyju og Helga Jónssyni fyrir komuna.

3.1209449 - Myndlistarfélag Kópavogs

Framhald umræðu frá síðasta fundi um ósk félagsins um styrk til að breyta húsnæði að Nýbýlavegi 8 svo félagið geti leigt það undir aðstöðu til félagsmanna. Styrkbeiðnin hljóðar upp á 1,5 milljónir króna. Viðbótargögn frá fyrri fundi voru lögð fram með nánari kostnaðargreiningu.

Formanni ráðsins falið að funda með hlutaðeigandi aðilum.

4.1104012 - Umsókn um styrk úr lista- og menningarsjóði frá Gerðarsafni

Framhald umræðu um styrk til Gerðarsafns til að efna til teiknihátíðar í samstarfi við Árnastofnun og Myndlistaskólann í Reykjavík. Tilefnið er sýning á Íslensku teiknibókinni.

Ráðið samþykkir að veita 550 þúsund krónum til þessa verkefnis.

5.1011115 - Ljóðasamkeppnin Ljóðstafur Jóns úr Vör 2011.

Farið yfir daginn.

Örnu Schram falið að boða fund í næstu viku með áhugasömum aðilum þar sem dagskrá yrði mótuð.

6.1309588 - Kópavogsdagar 2014

Umræða um næstu skref.

Karen E. Halldórsdóttur og Örnu Schram falið að ræða mögulegt samstarf við Markaðsstofu Kópavogs um að fyrirtæki komi að því að styrkja listviðburði á Kópavogsdögum.

Fundi slitið - kl. 19:00.