Lista- og menningarráð

16. fundur 16. maí 2013 kl. 17:00 - 18:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Sveinn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Helga Margrét Reinhardsdóttir aðalfulltrúi
  • Arna Schram starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Arna Schram deildarstjóri
Dagskrá

1.1104012 - Málefni kaffistofu Gerðarsafns

Ákveðið að ræða við forstöðumann um að veitingaaðilar sjái um kaffistofuna á opnunum safnsins.

2.912646 - Ljóðasamkeppnin Jón úr Vör.

Hafsteinn Karlsson verði boðaður á næsta fund til að ræða hans sýn á ljóðasamkeppnina.

3.1304498 - Beiðni um styrk til að gera heimildarmynd um Vallargerðisvöll

Ráðið samþykkir að veita styrk að upphæð 350 þúsund krónur.

4.1304540 - Umsókn um styrk til að læra kökuskreytingar

Ráðið sér sér ekki fært að veita þennan styrk.

5.1302340 - Umsókn um styrk til tónlistarútgáfu

Ráðið getur því miður ekki orðið við þessari umsókn.

Fundi slitið - kl. 18:00.