Lista- og menningarráð

9. fundur 04. október 2012 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Sveinn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Helga Margrét Reinhardsdóttir aðalfulltrúi
  • Arna Schram starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Arna Schram deildarstjóri
Dagskrá

1.1008096 - Menningarstefna Kópavogs.

Rætt um að gera nýja menningarstefnu fyrir Kópavogsbæ.

Ráðið ætlar að fresta gerð menningarstefnu fram yfir næstu áramót og þar með til næstu fjárhagsáætlunar.

2.1006103 - Heiðurslistamaður Kópavogs.

Áframhaldandi umræður.

3.1209449 - Umsókn um rekstrarstyrk frá Myndlistarfélagi Kópavogs.

Ráðið samþykkir að veita rekstrarstyrk að upphæð kr. 150.000 kr.

4.1104012 - Kaffistofa Gerðarsafns

Ráðið upplýst um það að kaffistofu Gerðarsafns verði lokað um áramótin. Reksturinn var boðinn út á sínum tíma en enginn tilboð bárust í hann.

5.1010095 - Fyrirspurn um útilistaverk

Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns, gerði grein fyrir ástandi útilistaverks eftir Jóhann Eyfells.

Ráðið þakkar Guðbjörgu Kristjánsdóttur fyrir greinargóða skýrslu um ferli viðgerðar útilistaverks eftir Jóhann Eyfells sem stóð í Hlíðargarði frá 1970 til 2004. Forvarsla hefur farið fram og verkið er komið í geymslu Gerðarsafns. Haft verður samband við Jóhann Eyfells varðandi framhaldið en ljóst er að ástand verksins leyfir ekki að það verði sett út.

6.1004059 - Ormadagar.

Formaður ræðir hvernig styrkja megi Ormadaga svonefnda á menningartorfunni en slíkir dagar voru haldnir við góðan orðstír á menningardögum bæjarins í vor.

Ráðið lítur jákvætt á það að styrkja þær stofnanir sem vilja taka þátt í Ormadögum og hvetur um leið allar stofnanir, skóla og leikskóla til að taka þátt. Ráðið óskar jafnframt eftir samstarfi við forvarnar- og frístundanefnd um mögulega aðkomu að verkefninu.

Fundi slitið - kl. 19:00.