Lista- og menningarráð

11. fundur 17. janúar 2013 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Helga Margrét Reinhardsdóttir aðalfulltrúi
  • Arna Schram starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Arna Schram deildarstjóri
Dagskrá

1.1011281 - Menningarstyrkir

Umsóknarfrestur rann út að kvöldi dags 14. janúar. Yfir fjörutíu umsóknir bárust.

Ákveðið að Karen E. Halldórsdóttir, Pétur Ólafsson og Una Björg Einarsdóttir fari yfir umsóknir og geri tillögu til ráðsins.

2.912646 - Ljóðasamkeppnin Jón úr Vör og ljóðasamkeppni grunnskólanna. Úrslit liggja fyrir. Hátíðin verður hald

Lista- og menningarráð fagnar miklum áhuga landsmanna á ljóðasamkeppninni Ljóðstafur Jóns úr Vör. Ráðið bindur vonir við að fleiri grunnskólanemendur taki þátt í ljóðasamkeppni grunnskólanna á næsta ári.

3.1101206 - Safnanótt 2013.

8. febrúar. Öll söfnin taka þátt.

4.1104307 - Stefnumótun í menningarmálum

Umræður um það hvernig best megi halda utan um þetta verkefni.

Samþykkt að skoðuð verði aðferðarfræði og kannaður verði mögulegur kostnaður við gerð menningarstefnu fyrir Kópavog.

5.907066 - Bókasafn Kópavogs

Bæjarbókavörður óskar eftir því að gjaldskrá safnsins verði endurskoðuð og leggur fram tillögu þar um.

Lista- og menningarráð tekur undir ósk Bókasafns Kópavogs um að hækka gjaldskrá ti lsamræmis við Millireykjasöfnin en hvetur jafnframt til aukins samstarfs um verðbreytingar hjá söfnunum. Tillögunni er vísað áfram til afgreiðslu bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 19:00.