Lista- og menningarráð

24. fundur 16. janúar 2014 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Helga Margrét Reinhardsdóttir aðalfulltrúi
  • Arna Schram starfsmaður nefndar
  • Matthías Páll Imsland aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram deildarstjóri
Dagskrá

1.1309588 - Kópavogsdagar 2014

Undirbúningur að auglýsingu vegna listviðburða. Markaðsstofa Kópavogs sagði sig frá málinu.

Ráðið vinnur áfram að því að auglýsa eftir umsóknum um styrki til að vera með listviðburði á Kópavogsdögum.

2.1311501 - Listaverk á netið. Tillaga frá Pétri Ólafssyni.

Framhald umræðu frá síðasta fundi. Pétur fór yfir tillögurnar.

Ráðið ákveður að halda áfram að vinna með þessa hugmynd.

3.1011115 - Ljóðasamkeppnin Ljóðstafur Jóns úr Vör 2014.

Lokaundirbúningur

Dagskráin kynnt og niðurstöður ljóðasamkeppninnar.

4.1011281 - Styrkir til listamanna

Listi yfir umsóknir var kynntur á fundinum.

Ákveðið að Helga Reinhardsdóttir, Karen E. Halldórsdóttir og Matthías Imsland, fari yfir umsóknirnar og geri tillögu að styrkveitingum á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 19:00.