Lista- og menningarráð

347. fundur 17. nóvember 2009 kl. 16:30 - 18:00 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Linda Udengård deildarstjóra menningarmála
Dagskrá

1.909009 - Kópavogsdagar 2010

Undir þessum lið mættu eftirfarandi forstöðumenn:

Hrafn A. Harðarson, Hilmar Malmquist, Andri Þór Lefever, Bjarki Sveinbjörnsson, Elísabet Sveinsdóttir, Hrafn Sveinbjörnsson.  Guðbjörg Kristjánsdóttir boðaði forföll.

 

Lagðar voru fram tillögur forstöðumanna vegna viðburða og verkefna á Kópavogsdögum 2010.

2.911380 - Shalala ehf. Umsókn um styrk frá LMR vegna dansverksins Hinn eini sanni aðdáandi.

Erindinu er frestað til næstu styrkúthlutunar Lista- og menningarráðs í maí 2010, þar sem umsókn barst eftir að umsóknarfrestur var liðinn.

Fundi slitið - kl. 18:00.