Dagskrá
Almenn mál
1.25051585 - Kynning á aðgerðaáætlun menntasviðs
Á fundinn mætti Ingunn Mjöll Birgisdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu sviðsstjóra menntasviðs og kynnti fyrir ráðinu aðgerðaáætlun menntasviðs.
Almenn mál
2.25032722 - Erindisbréf lýðheilsu- og íþróttanefndar
Tekið fyrir að nýju erindisbréf lýðheilsu- og íþróttanefndar en ákveðið var á síðasta fundi nefndarinnar að taka 11. grein erindisbréfsins sérstaklega til skoðunar.
Almenn mál
3.2505395 - Viðhorfskönnun til foreldra varðandi íþróttaiðkun barna
Lagðar fram upplýsingar vegna kynningar á viðhorfskönnun til foreldra varðandi íþróttaiðkun barna í Kópavogi.
Aðsend erindi
4.2504389 - Gulahlíð - Umsókn um aðild að Frístundastyrkjakerfi Kópavogsbæjar
Lagt fram erindi frá Frístundaheimilinu Guluhlíð, dags 18. mars 2025, þar sem óskað er eftir að Gulahlíð fái aðild að Frístundastyrkjakerfi Kópavogs. En Frístundaheimilið Gulahlíð er sértækt frístundaheimili fyrir börn í 1-4 bekk.
Aðsend erindi
5.25042034 - Boginn - Ósk um aðstöðu til að halda Íslandsmót ungmenna og öldunga í bogfimi
Lagt fram erindi frá Bogfimifélaginu Boganum, dags. 15. apríl 2025, þar sem óskað er eftir afnotum af grasæfingasvæði í Fagralundi til að halda Íslandsmót ungmenna og öldunga dagana 8. -10. ágúst.
Iðkendastyrkir
6.25051581 - Iðkendastyrkir 2025
Lögð fram tillaga íþróttadeildar að úthlutun iðkendastyrkja lýðheilsu- og íþróttanefndar fyrir árið 2025.
Iðkendastyrkir
7.25042096 - Breiðablik - Umsókn um iðkendastyrk 2025
Iðkendastyrkir
8.2505299 - HK - umsókn um iðkendastyrk 2025
Iðkendastyrkir
9.2505063 - Gerpla - Umsókn um iðkendastyrk 2025
Iðkendastyrkir
10.2504670 - Boginn - Umsókn um iðkendastyrk 2025
Iðkendastyrkir
11.2505303 - PFK - umsókn um íðkendastyrk 2025
Iðkendastyrkir
12.25041898 - Ýmir - Umsókn um iðkendastyrk 2025
Iðkendastyrkir
13.2505300 - DÍK - umsókn um íðkendastyrk 2025
Iðkendastyrkir
14.2505302 - HFK - umsókn um íðkendastyrk 2025
Iðkendastyrkir
15.2505400 - GKG - umsókn um iðkendastyrk 2025
Iðkendastyrkir
16.2505752 - Sprettur - umsókn um iðkendastyrk 2025
Iðkendastyrkir
17.2505947 - Hvönn - umsókn um iðkendastyrk 2025
Iðkendastyrkir
18.2505753 - SR íshokki - umsókn um iðkendastyrk 2025
Iðkendastyrkir
19.2505751 - TFK - umsókn um iðkendastyrk 2025
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
20.25051582 - Umsóknir um æfingatíma í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2025-2026
Lögð fram samantekt á þeim umsóknum sem borist hafa ráðinu frá íþróttafélögum fyrir næsta vetur. Í samantektinni koma fram óskir félaga og deilda sem inn voru sendar og tillögur íþróttadeildar að afgreiðslu þeirra.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
21.2505667 - Breiðablik - Umsókn um æfingatíma 2025-2026
Lagðar fram umsóknir Aðalstjórnar Breiðabliks dags. 2. maí, þar sem félagið sækir um æfingatíma fyrir sex deildir, en það eru karate-, knattspyrnu-, körfuknattleiks-, skíða-, sund-, og taekwondodeild.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
22.25051580 - HK - Umsókn um æfingatíma 2025-2026
Lögð fram umsókn Aðalstjórnar HK dags. 13. maí, þar sem félagið sækir um æfingatíma fyrir fjórar deildir, þ.e. bandý-, blak-, borðtennis- og handknattleiksdeild.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
23.25051876 - Gerpla - Umsókn um æfingartíma 2025-2026
Lögð fram umsókn aðalstjórnar Gerplu dagsett 22. apríl, þar sem óskað er eftir fullum afnotum að Versölum og Íþróttahúsi Vatnsendaskóla.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
24.2505697 - Krikketklúbbur Kópavogs - Umsókn um æfingatíma 2025-2026
Lögð fram umsókn frá Kriketklúbbi Kópavogs, dags 14. apríl 2025, þar sem óskað er eftir 2-3 tímum í íþróttahúsi fyrir félagið laugardags- eða sunnudagsmorgna.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
25.2505686 - Íþróttafélagið Glóð - Umsókn um æfingatíma 2025-2026
Lögð fram umsókn Íþróttafélagsins Glóð, dagsett 30. apríl, þar sem óskað er eftir tímum í Íþróttahúsi Kópavogs- og Lindaskóla.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
26.25041893 - KM - Umsókn um æfingatíma 2025-2026
Lögð fram umsókn frá Knattspyrnufélaginu Miðbæ (KM), dagsett 14. apríl, þar sem óskað er eftir tímum fyrir futsal í Fagralundi og mfl. karla í knattspyrnu á gervigrasi í Kórnum.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
27.2505695 - Pílufélag Kópavogs - Umsókn um æfingatíma 2025-2026
Lögð fram umsókn frá Pílufélagi Kópavogs, dagsett 28. apríl, þar sem óskað er eftir tímum í Vestursal Íþróttahúss Digranes.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
28.2505685 - DÍK - Umsókn um æfingatíma 2025-2026
Lögð fram umsókn frá Dansíþróttafélagi Kópavogs dagsett 1. maí, þar sem óskað er eftir tímum á miðvikudögum í Íþróttahúsi Kópavogsskóla frá kl. 17:00 -20:00.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
29.25041894 - Skotíþróttafélag Kópavogs - Umsókn um æfingatíma 2025-2026
Lögð fram umsókn frá Skotíþróttafélagi Kópavogs, dags. 14. maí, þar sem óskað er eftir einni helgi í Íþróttahúsi Digranes undir keppni.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
30.2504671 - Ísbjörninn - Umsókn um æfingatíma 2025-2026
Lögð fram umsókn frá Ísbirninum dagsett 3. apríl, þar sem óskað er eftir 3 - 4 tímum á viku fyrir Futsal lið félagsins í Digranesi eða Fagralundi.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
31.2505684 - Stálúlfur - Umsókn um æfingatíma 2025-2026
Lögð er fram umsókn frá Stál-Úlfi, dags. 2. maí, þar sem óskað er eftir tímum fyrir blak-, körfu- og knattspyrnudeild félagsin á komandi vetri.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
32.25052416 - Dansfélagið Hvönn - Umsókn um æfingatíma 2025-2026
Lögð fram umsókn frá Dansíþróttafélaginu Hvönn dagsett 11. mars, þar sem óskað er eftir tímum í Íþróttahúsi Kópavogsskóla á mánudögum frá kl. 17:00 -19:00.
Önnur mál
33.25051609 - Fyrirspurn varðandi aspir við æfingasvæði Breiðabliks
Lögð fram fyrirspurn frá Andrési Péturssyni, dags. 12. maí, þar sem óskað er eftir svörum um hvað bærinn hyggst gera varðandi aspir á æfingasvæði Breiðabliks, sérstaklega þær sem eru meðfram göngustígnum við nýja gervigrasvöllinn.
Önnur mál
34.25051608 - Ósk um svör við spurningum varðandi gjaldskrár á sumarnámskeið
Lagt fram erindi frá Gunnari Gylfasyni, dagsett 9. maí, þar sem óskað er eftir svörum við spurningum í 5 liðum varðandi gjaldskrár sumarnámskeiða og umræður um hækkanir á þeim.
Önnur mál
35.25052793 - Fyrirspurn vegna teikninga af golfvelli í Fossvogsdal
Lögð fram fyrirspurn frá Sunnu Guðmundsdóttur, dags. 22. maí þar sem óskað er eftir því að fundin verði gögn um golfvöll sem fyrhugað var að byggja í Fossvogsdal á sínum tíma.
Fundi slitið - kl. 18:05.