Lýðheilsu- og íþróttanefnd

4. fundur 22. maí 2025 kl. 16:00 - 18:05 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Helgi Ólafsson aðalmaður
  • Sunna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Thelma Bergmann Árnadóttir aðalmaður
  • Gunnar Gylfason aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
  • Andrés Pétursson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
  • Ana Tepavcevic
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.25051585 - Kynning á aðgerðaáætlun menntasviðs

Á fundinn mætti Ingunn Mjöll Birgisdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu sviðsstjóra menntasviðs og kynnti fyrir ráðinu aðgerðaáætlun menntasviðs.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd þakkar Ingunni Mjöll Birgisdóttur, verkefnastjóra á skrifstofu sviðsstjóra menntasviðs fyrir góða kynningu.

Almenn mál

2.25032722 - Erindisbréf lýðheilsu- og íþróttanefndar

Tekið fyrir að nýju erindisbréf lýðheilsu- og íþróttanefndar en ákveðið var á síðasta fundi nefndarinnar að taka 11. grein erindisbréfsins sérstaklega til skoðunar.
Lagðar fram tillögur að breytingum á 11. grein í drögum að erindisbréfi nefndarinnar.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir framlagðar tillögur.

Almenn mál

3.2505395 - Viðhorfskönnun til foreldra varðandi íþróttaiðkun barna

Lagðar fram upplýsingar vegna kynningar á viðhorfskönnun til foreldra varðandi íþróttaiðkun barna í Kópavogi.
Lagt fram til kynningar.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd fagnar frumkvæðinu sem er hluti að aðgerðaráætlun menntasviðs.

Aðsend erindi

4.2504389 - Gulahlíð - Umsókn um aðild að Frístundastyrkjakerfi Kópavogsbæjar

Lagt fram erindi frá Frístundaheimilinu Guluhlíð, dags 18. mars 2025, þar sem óskað er eftir að Gulahlíð fái aðild að Frístundastyrkjakerfi Kópavogs. En Frístundaheimilið Gulahlíð er sértækt frístundaheimili fyrir börn í 1-4 bekk.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita Frístundaheimilinu Guluhlíð aðild að Frístundastyrkjakerfi Kópavogsbæjar.

Aðsend erindi

5.25042034 - Boginn - Ósk um aðstöðu til að halda Íslandsmót ungmenna og öldunga í bogfimi

Lagt fram erindi frá Bogfimifélaginu Boganum, dags. 15. apríl 2025, þar sem óskað er eftir afnotum af grasæfingasvæði í Fagralundi til að halda Íslandsmót ungmenna og öldunga dagana 8. -10. ágúst.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir erindið.

Iðkendastyrkir

6.25051581 - Iðkendastyrkir 2025

Lögð fram tillaga íþróttadeildar að úthlutun iðkendastyrkja lýðheilsu- og íþróttanefndar fyrir árið 2025.
Lagt fram.

Iðkendastyrkir

7.25042096 - Breiðablik - Umsókn um iðkendastyrk 2025

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 10.536.816,-
Styrkurinn skiptist eftirfarandi niður á deildir félagsins:

Frjálsíþróttadeild: kr. 466.776,-
Hjólreiðardeild: kr. 0,-
Hlaupadeild: kr. 0,-
Íþróttaskóli: kr. 220.356,-
Karatedeild: kr. 435.973,-
Körfuknattleiksdeild: kr. 1.653.856,-
Knattspyrnudeild: kr. 6.369.004,-
Kraftlyftingadeild: kr. 0,-
Rafíþróttadeild: kr. 426.496,-
Skíðiadeild: kr. 120.840,-
Sunddeild: kr. 417.018,-
Skákdeild: kr. 251.159,-
Taekwondodeild: kr. 175.337,-
Þríþrautadeild: kr. 0,-

Iðkendastyrkir

8.2505299 - HK - umsókn um iðkendastyrk 2025

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 7.693.511,-
Styrkurinn skiptist eftirfarandi niður á deildir félagsins:

Bandýdeild: kr. 234.573,-
Blakdeild: kr. 770.062,-
Borðtennisdeild: 92.407,-
Dansdeild: kr. 390.954,-
Handknattleiksdeild: kr. 2.265.167,-
Íþróttaskóli kr. 59.236,-
Knattspyrnudeild: kr. 3.881.112,-

Iðkendastyrkir

9.2505063 - Gerpla - Umsókn um iðkendastyrk 2025

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 6.902.124,-

Iðkendastyrkir

10.2504670 - Boginn - Umsókn um iðkendastyrk 2025

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 969.093,-

Iðkendastyrkir

11.2505303 - PFK - umsókn um íðkendastyrk 2025

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 168.229,-

Iðkendastyrkir

12.25041898 - Ýmir - Umsókn um iðkendastyrk 2025

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 42.650,-

Iðkendastyrkir

13.2505300 - DÍK - umsókn um íðkendastyrk 2025

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 447.821,-

Iðkendastyrkir

14.2505302 - HFK - umsókn um íðkendastyrk 2025

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 689.502,-

Iðkendastyrkir

15.2505400 - GKG - umsókn um iðkendastyrk 2025

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 1.068.609,-

Iðkendastyrkir

16.2505752 - Sprettur - umsókn um iðkendastyrk 2025

Afgreiðslu frestað og óskað eftir nánari gögnum frá félaginu.

Iðkendastyrkir

17.2505947 - Hvönn - umsókn um iðkendastyrk 2025

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 755.845,-

Iðkendastyrkir

18.2505753 - SR íshokki - umsókn um iðkendastyrk 2025

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 99.516,-

Iðkendastyrkir

19.2505751 - TFK - umsókn um iðkendastyrk 2025

Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 834.036,-

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

20.25051582 - Umsóknir um æfingatíma í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2025-2026

Lögð fram samantekt á þeim umsóknum sem borist hafa ráðinu frá íþróttafélögum fyrir næsta vetur. Í samantektinni koma fram óskir félaga og deilda sem inn voru sendar og tillögur íþróttadeildar að afgreiðslu þeirra.
Lýðheilsu- og þróttanefnd samþykkir framlagðar tillögur íþróttadeildar og vísar til dagskrárliða 21-32 til nánari glöggvunar.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

21.2505667 - Breiðablik - Umsókn um æfingatíma 2025-2026

Lagðar fram umsóknir Aðalstjórnar Breiðabliks dags. 2. maí, þar sem félagið sækir um æfingatíma fyrir sex deildir, en það eru karate-, knattspyrnu-, körfuknattleiks-, skíða-, sund-, og taekwondodeild.
Ekki er hægt að verða við öllum óskum félagsins en íþróttaráð samþykkir eftirfarandi tíma:
Alls 19,5 tíma í Fagralundi samkvæmt töflu sem fyrst og fremst eru til körfuknattleiksdeildar.
Alls 26 tíma í íþróttahúsi Kársnesskóla samkvæmt töflu fyrir körfuknattleik.
Alls 9 tíma í Íþróttahúsi Kópavogsskóla samkvæmt töflu fyrir karate.
Alls 8 tíma í Íþróttahúsi Lindaskólaskóla samkvæmt töflu fyrir TKD- og skíðadeild.
Knattspyrnudeild fær úthlutað samkvæmt ramma til úthlutunar. Ekki er hægt að verða við óskum deildarinnar um tíma í íþróttahúsum.
Hægt er að verða að mestu við óskum sunddeildar í Kópavogslaug en með eftirfarandi fyrirvörum þar sem tímatöflur vegna skólasunds liggja ekki fyrir:
Ekki er hægt að lofa tveimur brautum klukkan 08:00 - 09:30 í stóru innilauginni á þriðjudögum og miðvikudögum ef skólasundið þarf það pláss.
Ekki er hægt að lofa fimm brautum strax klukkan 15:00 (tímar 15:00 - 21:30 (19:30)) í stóru innilauginni á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum ef skólasundið þarf það pláss.
Ekki er hægt að lofa aðgangi að kennslulauginni strax klukkan 14:00 eða 15:00 á mánu-, þriðju-, miðviku- og fimmtudögum (tímar 14:30 - 18:30 og 15:30 - 18:00). Skólasundi er mögulega ekki lokið svo snemma á þessum dögum.
Sunddeildin þarf að hafa samráð við Garpa og Þríþrautadeild varðandi tíma í 50 m laug mánudaga og miðvikudaga kl. 19:30 - 20:30. Þar sem mögulega eru árekstrar við tíma þessara hópa.
Hægt er að verða við óskum deildarinnar um tíma í Salalaug.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

22.25051580 - HK - Umsókn um æfingatíma 2025-2026

Lögð fram umsókn Aðalstjórnar HK dags. 13. maí, þar sem félagið sækir um æfingatíma fyrir fjórar deildir, þ.e. bandý-, blak-, borðtennis- og handknattleiksdeild.
Ekki er hægt að verða við öllum óskum félagsins en íþróttaráð samþykkir eftirfarandi tíma:
Alls 28,5 tíma í Fagralundi samkvæmt töflu sem fyrst og fremst eru til blakdeildar.
Alls 56 tíma í Digranesi fyrir handknattleiks-, blak,- og bandýdeild.
Alls 4 tíma Íþróttahúsi Kársnesskóla samkvæmt töflu fyrir handknattleik.
Borðtennisdeild fær úthlutað 15,5 tímum í Íþróttahúsi Snælandsskóla auk keppnistíma á laugardögum eftir kl 12:00. Gera þarf fyrirvara um áframhaldandi starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirlitinu.
Knattspyrnudeild fær úthlutað sömu tímum í Kórnum inni og úti og á síðasta ári eða samkvæmt ramma til úthlutunar.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

23.25051876 - Gerpla - Umsókn um æfingartíma 2025-2026

Lögð fram umsókn aðalstjórnar Gerplu dagsett 22. apríl, þar sem óskað er eftir fullum afnotum að Versölum og Íþróttahúsi Vatnsendaskóla.
Samþykkt að veita félaginu þá tíma sem félagið óskar eftir í Íþróttahúsi Versala- og Vatnsendaskóla. Skoðað verður með félaginu hvort hægt sé að taka frá einn tíma á virkum dögum fyrir körfubolta í 1-2 bekk eða þá um helgi ef virkir dagar ganga ekki.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

24.2505697 - Krikketklúbbur Kópavogs - Umsókn um æfingatíma 2025-2026

Lögð fram umsókn frá Kriketklúbbi Kópavogs, dags 14. apríl 2025, þar sem óskað er eftir 2-3 tímum í íþróttahúsi fyrir félagið laugardags- eða sunnudagsmorgna.
Athugað verður hvaða tímar eru lausir fyrir félagið þegar tímatöflur liggja fyrir í haust.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

25.2505686 - Íþróttafélagið Glóð - Umsókn um æfingatíma 2025-2026

Lögð fram umsókn Íþróttafélagsins Glóð, dagsett 30. apríl, þar sem óskað er eftir tímum í Íþróttahúsi Kópavogs- og Lindaskóla.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir tíma á þriðjudögum kl. 16:00 - 17:00 í Íþróttahúsi Lindaskóla og kl. 15:00 - 16:00 í Íþróttahúsi Kópavogsskóla

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

26.25041893 - KM - Umsókn um æfingatíma 2025-2026

Lögð fram umsókn frá Knattspyrnufélaginu Miðbæ (KM), dagsett 14. apríl, þar sem óskað er eftir tímum fyrir futsal í Fagralundi og mfl. karla í knattspyrnu á gervigrasi í Kórnum.
Félagið fær úthlutað 3 tímum á viku frá kl. 22-23 Í Fagralundi eða Digranes eftir því hvaða daga verður laust í hverju húsi fyrir Futsal. Einnig er hægt að verða við óskum félagsins um tíma á gervigrasinu úti við Kórinn.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

27.2505695 - Pílufélag Kópavogs - Umsókn um æfingatíma 2025-2026

Lögð fram umsókn frá Pílufélagi Kópavogs, dagsett 28. apríl, þar sem óskað er eftir tímum í Vestursal Íþróttahúss Digranes.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir tíma í Vestursalnum með þeim fyrirvara að opnun hússins verði til kl. 23:00. Á laugardögum verða æfingar félagsins að hefjast eftir kl. 11:00.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

28.2505685 - DÍK - Umsókn um æfingatíma 2025-2026

Lögð fram umsókn frá Dansíþróttafélagi Kópavogs dagsett 1. maí, þar sem óskað er eftir tímum á miðvikudögum í Íþróttahúsi Kópavogsskóla frá kl. 17:00 -20:00.
Lýðheilsu- og þróttanefnd samþykkir tíma á miðvikudögum frá kl. 17:00 - 20:00 í Íþróttahúsi Kópavogsskóla.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

29.25041894 - Skotíþróttafélag Kópavogs - Umsókn um æfingatíma 2025-2026

Lögð fram umsókn frá Skotíþróttafélagi Kópavogs, dags. 14. maí, þar sem óskað er eftir einni helgi í Íþróttahúsi Digranes undir keppni.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir óskir félagsins um eina helgi í íþróttasal Digranesi til mótahalds.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

30.2504671 - Ísbjörninn - Umsókn um æfingatíma 2025-2026

Lögð fram umsókn frá Ísbirninum dagsett 3. apríl, þar sem óskað er eftir 3 - 4 tímum á viku fyrir Futsal lið félagsins í Digranesi eða Fagralundi.
Félagið fær úthlutað 3 tímum á viku frá kl. 22-23 í Fagralundi eða Digranesi eftir því hvaða daga verður laust í hverju húsi. Athugað verður með mögulega tíma fyrr að kvöldi í Digranesi og Fagralundi þegar tímatöflur liggja fyrir í haust.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

31.2505684 - Stálúlfur - Umsókn um æfingatíma 2025-2026

Lögð er fram umsókn frá Stál-Úlfi, dags. 2. maí, þar sem óskað er eftir tímum fyrir blak-, körfu- og knattspyrnudeild félagsin á komandi vetri.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir eftirfarandi:
Félagið fær úthlutað 2 tímum á viku frá kl. 19:00 - 20:00 á þriðjudögum og fimmtudögum í Lindaskóla. Skoðað verður með tíma á föstudögum í Linda- eða Kársnesskóla. Einnig er opið fyrir aukin tíma eftir áramót í Lindaskóla þegar skíðadeild færir sig út. Félagið fær einnig úthlutað tíma í Íþróttahúsi Kársnes á sunnudögum 17:00 -19:00. Athugað verður einnig með afgangstíma í Kársnesi, Lindaskóla, Digranesi og Fagralundi þegar tímatöflur liggja fyrir í haust. Félagið fær áfram úthlutað keppnistíma frá kl 15:00 - 19:00 á sunnudögum í Fagralundi
Hægt er að verða við ósk félagsins um tíma á sunnudögum eftir kl. 17:00 á gervigrasinu í Kórnum eða Fagralundi

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

32.25052416 - Dansfélagið Hvönn - Umsókn um æfingatíma 2025-2026

Lögð fram umsókn frá Dansíþróttafélaginu Hvönn dagsett 11. mars, þar sem óskað er eftir tímum í Íþróttahúsi Kópavogsskóla á mánudögum frá kl. 17:00 -19:00.
Lýðheilsu- og þróttanefnd samþykkir tíma á mánudögum frá kl. 17:00 - 19:00 í Íþróttahúsi Kópavogsskóla.

Önnur mál

33.25051609 - Fyrirspurn varðandi aspir við æfingasvæði Breiðabliks

Lögð fram fyrirspurn frá Andrési Péturssyni, dags. 12. maí, þar sem óskað er eftir svörum um hvað bærinn hyggst gera varðandi aspir á æfingasvæði Breiðabliks, sérstaklega þær sem eru meðfram göngustígnum við nýja gervigrasvöllinn.
Lagt fram svarbréf frá deildarstjóra íþróttadeildar við fyrirspurninni.

Önnur mál

34.25051608 - Ósk um svör við spurningum varðandi gjaldskrár á sumarnámskeið

Lagt fram erindi frá Gunnari Gylfasyni, dagsett 9. maí, þar sem óskað er eftir svörum við spurningum í 5 liðum varðandi gjaldskrár sumarnámskeiða og umræður um hækkanir á þeim.
Lagt fram svarbréf frá sviðsstjóra mentasviðs við fyrirspurninni.

Bókun:
Þakka fyrirhöfnina við að svara ekki spurningum. Eftir stendur að bæjarstjórinn henti öllum íþróttafélögunum í bænum undir rútuna þegar hún reyndi að réttlæta gjaldskrárhækkarnir á barnafjölskyldur í bænum. Þetta svar leiðréttir ekkert í þeim málflutingi heldur bætir bara í. Óformleg samtöl við einhverja aðila ættu ekki að vera grundvöllur ákvarðanatöku um aukna gjaldtöku og kenna síðan öllum öðrum um þegar krafist er svara. Íþróttafélögin í Kópavogi báðu ekki um að gjöld á sumarnámskeið bæjarins væru hækkuð, þá hefði það verið sagt í svarinu.

Gunnar Gylfason, Samfylking.

Önnur mál

35.25052793 - Fyrirspurn vegna teikninga af golfvelli í Fossvogsdal

Lögð fram fyrirspurn frá Sunnu Guðmundsdóttur, dags. 22. maí þar sem óskað er eftir því að fundin verði gögn um golfvöll sem fyrhugað var að byggja í Fossvogsdal á sínum tíma.
Lýðheilsu- og íþróttadeild felur deildarstjóra íþróttadeildar að vinna í málinu fyrir næsta fund.

Fundi slitið - kl. 18:05.