Lýðheilsu- og íþróttanefnd

5. fundur 28. ágúst 2025 kl. 16:00 - 18:45 í Golfskála GKG
Fundinn sátu:
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Helgi Ólafsson aðalmaður
  • Sunna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Thelma Bergmann Árnadóttir aðalmaður
  • Gunnar Gylfason aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
  • Andrés Pétursson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson
  • Ana Tepavcevic embættismaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.25071237 - Æfingagjöld íþróttafélaga 2024-2025

Lögð fram samantekt íþróttadeildar yfir breytingar á æfingagjöldum íþróttafélaga/-deilda, milli áranna 2023/2024 og 2024/2025 sem unnið var úr innsendum upplýsingum frá félögunum og þeim gögnum sem liggja fyrir á heimasíðum félaganna.
Lagt fram.

Almenn mál

2.25081671 - Endurskoðun á reglum og reglugerðum lýðheilsu- og íþróttanefndar

Lagt fram skjal með þeim reglum og reglugerðum sem heyra undir lýðheilsu- og íþróttanefnd. Taka þarf allar reglur og reglugerðir nefndarinnar til endurskoðunar hvað varðar orðalag með tilliti til breytinga á heiti nefndarinnar sem áður hét íþróttaráð en heitir nú lýðheilsu- og íþróttanefnd. Einnig er komin tími á frekari endurskoðun og uppfærslu á einstaka reglum með tilliti til þeirar þróunar og breytinga sem átt hafa sér stað frá því þær voru settar eða endurskoðaðar síðast.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að fela starfsmönnum íþróttadeildar að gera þær nauðsynlegu breytingar á orðalagi í reglunum sem um var rætt á fundinum og leggja fyrir að nýju til samþykktar á næsta fundi nefndarinnar. Reglur um aðstöðu til æfinga og keppni þarf hinsvegar að taka til nánari endurskoðunar. Ákveðið að formaður nefndarinnar ásamt fulltrúa Samfylkingarinnar vinni að endurskoðun með starfsmönnum íþróttadeildar.

Almenn mál

3.25081300 - Frístundavagninn 2025-2026

Deildarstjóri íþróttadeildar kynnti samkomulag Kópavogsbæjar við íþróttafélögin Breiðablik, Gerplu og HK um áframhaldandi akstur Frístundavagnsins fyrir veturinn 2025-2026.
Umræður.

Bókun:
Það er fagnaðarefni að Kópavogsbær taki meiri þátt í rekstri frístundavagnsins, sem líta má á sem hluta af almenningssamgöngum í bænum, og létti þar með undir rekstri íþróttafélaganna. Aftur á móti er hlutur foreldra enn sá sami, 37%, en við teljum að þessi þjónusta ætti að standa barnafjölkskyldum í bænum til boða þeim að kostnaðarlausu eins og aðrar almenningssamgöngur fyrir börn. Fulltrúar Pírata og Viðreisnar taka undir bókunina.

Gunnar Gylfason, Samfylkingu.
Thelma Bergmann Árnadóttir, Vinum Kópavogs

Bókun:
Meirihlutinn fagnar aukinni þátttöku bæjarins í verkefninu og því aukna fjármagni sem lagt er til. Og bendir á að upphaflega hafi verkefnið verið að frumkvæði þeirra íþróttafélaga sem nýta það mest og hafa fjármagnað það að stærstum hluta frá upphafi.
Fulltrúar meirihlutans vilja vekja athygli á því að ef ætlunin sé að bærinn yfirtaki rekstur þessa verkefnis kallar það á, að í ljósi jafnræðis, verði að sinna mun stærri hóp en hingað til hefur verið gert. Sem kallar á stór aukinn kostnað og mun meira flækju stig í skipulagningu og rekstri.

Sverrir Kári Karlsson
Sunna Guðmundsdóttir
Helgi Ólafsson

Almenn mál

4.2505395 - Viðhorfskönnun til foreldra varðandi íþróttaiðkun barna

Lagðar fram til kynningar niðurstöður úr viðhorfskönnun til foreldra vegna íþróttaiðkun barna hjá íþróttafélögum í Kópavogi.
Lagt fram.
Nánari kynningu og umræðum frestað til næsta fundar.

Almenn mál

5.25052793 - Fyrirspurn vegna teikninga af golfvelli í Fossvogsdal

Lagðar fram teikningar frá árinu 1993 af golfvelli sem fyrirhugað var að byggja í Fossvogsdal á þeim tíma.
Lagt fram.

Aðsend erindi

6.2506902 - HK - Erindi vegna merkinga í Íþróttahúsi Digranes

Lagt fram erindi frá Aðalstjórn HK, dags. 10. júní 2025, þar sem óskað er eftir því að reglur Kópavogsbæjar um merkingar á íþróttamannvirkjum verði endurskoðaðaðr svo félagið geti sett upp merki félagsins í Digranesi, sem er heimavöllur blakdeildar og við knattspyrnuvelli í Versölum.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd er nú að endurskoða reglur sínar í heild, eins og fram kemur í 2. lið þessarar fundargerðar og munu óskir félagsins vera teknar til skoðunar í þeirri vinnu. Ekki stendur þó til að endurskoða merkingar íþróttamannvirkja í rekstri bæjarins utanhúss.

Iðkendastyrkir

7.2505752 - Sprettur - umsókn um iðkendastyrk 2025

Tekin fyrir að nýju afgreiðsla iðkendastyrks til Hestamannafélagsins Spretts sem frestað var á 4. fundi lýðheilsu- og íþróttanefndar.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir að veita félaginu iðkendastyrk að upphæð kr. 480.129,-

Iðkendastyrkir

8.25051581 - Iðkendastyrkir 2025

Á 4. fundi lýðheilsu- og íþróttanefndar var afgreiðslu iðkendastyrks til eins félags frestað og kallað eftir frekari upplýsingum. Þessar upplýsingar liggja nú fyrir og leggur íþróttadeild því fram tillögu um endurskoðaða úthlutun iðkendastyrkja íþróttaráðs fyrir árið 2025. Í þeirri tillögu er viðbótarframlagi úthlutað til félaganna í samræmi við iðkendatölur þeirra og skiptist eftirfarandi:



Breiðablik - kr. 760.198,-

Íþróttafélagið Gerpla - kr. 497.967,-

Handknattleiksfélag Kópavogs - kr.555.063,-

Dansíþróttafélag Kópavogs- kr. 32.309,-

Bogfimifélagið Boginn - kr. 69.917,-

Dansfélagið Hvönn - kr. 54.532,-

Golfklúbbur GKG - kr. 77.097,-

Tennisfélag Kópavogs - kr. 60.173,-

Hnefaleikafélag Kópavogs - kr. 49.745,-

TaeKwonDofélag Kópavogs - kr. 32.138,-

Siglingafélagið Ýmir - kr. 3.077,-

Skautafélag Reykjavíkur íshokkídeild - kr.7.180,-

Pílufélag Kópavogs - kr. 12.137,-
Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir framlagða tillögu.

Önnur mál

9.2209435 - Heimsóknir til íþróttafélaga 2022 - 2026

GKG heimsótt í félagsaðstöðu klúbbsins í Vetrarmýri.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd þakkar GKG fyrir góða kynningu.

Fundi slitið - kl. 18:45.