Lýðheilsu- og íþróttanefnd

6. fundur 16. október 2025 kl. 16:00 - 18:55 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Helgi Ólafsson aðalmaður
  • Sunna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Thelma Bergmann Árnadóttir aðalmaður
  • Gunnar Gylfason aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
  • Andrés Pétursson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
  • Ana Tepavcevic
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.25032722 - Erindisbréf lýðheilsu- og íþróttanefndar

Lagt fram til kynningar uppfært erindisbréf lýðheilsu- og íþróttanefndar sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar 24. júní 2025.
Erindisbréf lagt fram til kynningar. Lýðheilsu- og íþróttanefnd þakkar Steini Sigríðar Finnbogasyni fyrir góða kynningu.
Steinn Sigríðar Finnbogason, lögmaður, vék af fundi kl. 16:30.

Gestir

  • Steinn Sigríðar Finnbogason, lögmaður - mæting: 16:00

Almenn mál

2.2505395 - Viðhorfskönnun til foreldra varðandi íþróttaiðkun barna

Á fundinn mætti Jakob Sindri Þórsson, sérfræðingur í stafrænni þróun á skrifstofu umbóta og þróunar hjá Kópavogsbæ og kynnti niðurstöðu úr viðhorfskönnun til foreldra vegna íþróttaiðkun barna hjá íþróttafélögum í Kópavogi.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd þakkar Jakobi Sindra Þórssyni, sérfræðingi í stafrænni þróun á skrifstofu umbóta og þróunar, fyrir góða kynningu. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með framkvæmd og heilt yfir jákvæðrar niðurstöðu könnunarinnar.
Jakob Sindri Þórsson, sérfræðingur, vék af fundi kl. 17:25

Gestir

  • Jakob Sindri Þórsson, sérfæðingur - mæting: 16:30

Almenn mál

3.25031883 - Endurskoðun á Vinnureglum við greiðslu atkvæða í kjöri íþróttafólks Kópavaogs ásamt Reglugerð íþróttaráðs um kjör á íþróttafólki Kópavogs.

Lagðar fram tillögur um breytingar á Vinnureglum við greiðslu atkvæða í kjöri íþróttafólks Kópavaogs ásamt Reglugerð íþróttaráðs um kjör á íþróttafólki Kópavogs. En endurskoðun reglananna var frestað á fundi nefndarinnar 27. mars.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir endurskoðaðaðar reglur.

Almenn mál

4.25081671 - Endurskoðun á reglum og reglugerðum lýðheilsu- og íþróttanefndar

Lagðar fram tillögur íþróttadeildar að endurskoðuðum reglum og reglugerðum lýðheilsu- og íþróttanefndar, í samræmi við bókun nefndarinnar á síðasta fundi 28. ágúst.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd samþykkir framlagðar tillögur að endurskoðuðum reglum.

Almenn mál

5.2510121 - Frístundastyrkir 2024 - Samantekt, nýting og þróun styrkja sl.ár

Lögð fram og kynnt nýting frístundastyrks fyrir árið 2024 ásamt þróun styrksins síðustu ár.
Lagt fram til kynningar.

Aðsend erindi

6.25082124 - Erindi vegna síma- og snjalltækjanotkun í sundlaugum

Lagt fram erindi frá Kristínu Lárusdóttur, dags. 27. ágúst 2025, þar sem óskað er eftir að reglur varðandi símanotkun í sunlaugum verði endurskoðaðar.
Lýðheilsu- og íþróttanefnd sér ekki ástæðu til að breyta núverandi reglum.

Önnur mál

7.24121147 - Fífan gervigras og tartan

Deildarstjóri íþróttadeildar fór yfir stöðu framkvæmda við endurnýjun gervigrass og tartans í Fífunni.
Lagt fram minnisblað um stöðu framkvæmda í Fífunni.

Fundi slitið - kl. 18:55.