Menningar - og mannlífsnefnd

6. fundur 03. september 2025 kl. 08:15 - 10:00 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir formaður
  • Jónas Skúlason aðalfulltrúi
  • Helga Hauksdóttir varaformaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalfulltrúi
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ísabella Leifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir
Fundargerð ritaði: Guðrún Edda Finnbogadóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.25081091 - Styrkir frá menningar- og mannlífsnefnd árið 2026

Auglýsing um styrki úr sjóði menningar- og mannlífsnefndar (áður sjóður lista- og menningarráðs) og áhersla á verkefni og viðburði á árinu 2026.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.25081229 - Vinningstillaga Sigurjóns Ólafssonar í samkeppni um útilistaverk í Kópavogi

Útilistaverk eftir Sigurjón Ólafsson sem bar sigur úr býtum í samkeppni sem haldin var á vegum Kópavogsbæjar árið 1974.
Nefndin leggur til að vinningstillaga Sigurjóns Ólfafssonar verði tekin fyrir sem ein af mögulegum hugmyndum um gerð nýs útilistaverks í Kópavogi. En á næsta ári mun nefndin velja útilistaverk sem reist verður fyrir söfnunarfé nefndarinnar.

Menningarviðburðir í Kópavogi

3.25081307 - Kynning á starfsemi Skapandi sumarstarfa

Kynning á starfsemi Skapandi sumarstarfa í Kópavogi. Gestir eru Victor Berg Guðmundsson, deildarstjóri frístundadeildar og Aron Brink ráðgjafi ungmenna.
Nefndin þakkar fulltrúum frá Skapandi sumarstörfum fyrir góða kynningu og fagnar góðu samstarfi milli Molans og menningarstofnana bæjarins.
Victor Berg Guðmundsson og Aron Brink yfirgáfu fundinn kl.09:24

Gestir

  • Victor Berg Guðmundsson - mæting: 08:55
  • Aron Brink - mæting: 08:55

Aðsend erindi

4.25033096 - Erindi um Kópavogssögu, afmælisgjöf til Kópavogsbúa

Frestað erindi frá Indriða Inga Stefánssyni um að forstöðumaður menningarmála leiti eftir samstarfssamningi við Sögufélagið um ritun sögu bæjarins.
Nefndin óskar eftir því að bæjarráð taki erindið til umfjöllunar fyrir gerð næstu fjárhagsáætlunar.

Fundi slitið - kl. 10:00.