Menningar - og mannlífsnefnd

7. fundur 01. október 2025 kl. 08:15 - 10:00 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir formaður
  • Jónas Skúlason aðalfulltrúi
  • Helga Hauksdóttir varaformaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir aðalfulltrúi
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ísabella Leifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Vilborg Soffía Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.25093373 - Beiðni um framlag menningar- og mannlífsnefndar til sameiginlegra viðburða menningarhúsanna 2026

Beiðni um framlag nefndarinnar til sameiginlegra verkefna og hátíða menningarhúsanna 2026.
Menningar- og mannlífsnefnd hefur fengið tillögur og óskir menningarhúsanna og MEKÓ um framlag úr Lista- og menningarsjóði Kópavogs til umfjöllunar. Ljóst er að með breyttri bæjarmálasamþykkt sækja menningarhúsin um fjölbreyttari verkefni úr sjóðnum, sem áður voru m.a. styrkt af öðrum nefndum sem lagðar hafa verið af. Þá er óljóst hvort sum þeirra rúmist innan reglna sjóðsins. Nefndin vekur athygli á að samkvæmt reglum sjóðsins á 0,5% af 6,7% útsvarsstofni Kópavogsbæjar að renna í sjóðinn nema annað sé ákveðið við gerð fjárhagsáætlunar.

Málinu frestað.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

2.25093110 - Beiðni um framlag menningar- og mannlífsnefndar til Náttúrufræðistofu 2026

Beiðni um framlag nefndarinnar til verkefna og viðburða Náttúrufræðistofu 2026.
Málinu frestað.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

3.25093109 - Beiðni um framlag menningar- og mannlífsnefndar til Gerðarsafns 2026

Beiðni um framlag nefndarinnar til verkefna og viðburða Gerðarsafns 2026.
Málinu frestað.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

4.25093106 - Beiðni um framlag menningar- og mannlífsnefndar til Bókasafns Kópavogs 2026

Beiðni um framlag nefndarinnar til verkefna og viðburða Bókasafns Kópavogs 2026.
Málinu frestað.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

5.25093104 - Beiðni um framlag menningar- og mannlífsnefndar til Salarins 2026

Beiðni um framlag nefndarinnar til verkefna og viðburða Salarins 2026.
Málinu frestað.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

6.25093113 - Tillaga að listaverkakaupum Gerðarsafns 2025

Tillaga ráðgjafanefndar Gerðarsafns um listaverkakaup árið 2025.
Menningar- og mannlífsnefnd þakkar kynningu á innkaupum Gerðarsafns og fagnar nýjum safngripum í safneign safnsins, um leið og nefndin samþykkir tillöguna.

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

7.25093111 - Gerðarverðlaunin 2025

Tilnefning til Gerðarverðlaunanna 2025.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.