Menningar - og mannlífsnefnd

10. fundur 20. janúar 2026 kl. 08:15 - 10:00 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir formaður
  • Jónas Skúlason aðalfulltrúi
  • Helga Hauksdóttir varaformaður
  • Margrét Vilborg Tryggvadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Þóra Marteinsdóttir varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ísabella Leifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Vilborg Soffía Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála
Dagskrá

Málefni menningarstofnana í Kópavogi

1.2601534 - Menningarmiðstöð

Kynning ásamt tillögum sem lagðar eru fram til samþykktar.
Védís Hervör Árnadóttir umbóta- og þróunarstjóri kynnir hugmyndir að menningarmiðstöð í Smáralind og bókasafni í efri byggðum.

Menningar- og mannlífsnefnd fagnar stórhuga áformum þess efnis að opna menningarmiðstöð í Smáralindinni og nýtt bókasafn í efri byggðum að aflokinni þarfagreiningarvinnu. Bæði verkefnin stuðla að auknu aðgengi Kópavogsbúa að bókum og menningu og rímar vel við menningarstefnu bæjarins og innleiðingu á heildstæðri læsisáætlun sem innleidd verður á árinu.

Við teljum að ný miðstöð í Smáralind verði ekki aðeins bókasafn eða menningarmiðstöð, heldur lifandi samfélags-, menningar- og fræðslumiðstöð sem styrkir bæjarfélagið, skapar ný tækifæri og byggir samfélagslega samstöðu íbúa.

Nefndin leggur áherslu á að bæði verkefnin verði þróuð áfram af yfirstjórn bæjarins og að staðsetning bókasafns í efri byggðum verði tekin sem fyrst. Nefndin vísar fjárhagslegum þáttum til afgreiðslu bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 10:00.