- Íbúar
- Leikskólaaldur Dagforeldrar
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Okkar Kópavogur
- Íbúasamráð
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Barnvænt sveitarfélag
- Stafræn skóladagatöl
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Menningar- og mannlífsnefnd fagnar stórhuga áformum þess efnis að opna menningarmiðstöð í Smáralindinni og nýtt bókasafn í efri byggðum að aflokinni þarfagreiningarvinnu. Bæði verkefnin stuðla að auknu aðgengi Kópavogsbúa að bókum og menningu og rímar vel við menningarstefnu bæjarins og innleiðingu á heildstæðri læsisáætlun sem innleidd verður á árinu.
Við teljum að ný miðstöð í Smáralind verði ekki aðeins bókasafn eða menningarmiðstöð, heldur lifandi samfélags-, menningar- og fræðslumiðstöð sem styrkir bæjarfélagið, skapar ný tækifæri og byggir samfélagslega samstöðu íbúa.
Nefndin leggur áherslu á að bæði verkefnin verði þróuð áfram af yfirstjórn bæjarins og að staðsetning bókasafns í efri byggðum verði tekin sem fyrst. Nefndin vísar fjárhagslegum þáttum til afgreiðslu bæjarráðs.