Menningar- og þróunarráð

6. fundur 06. júní 2011 kl. 16:00 - 19:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Arna Schram upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.1103376 - Tillaga um skipan starfshóps vegna atvinnuleysis

Farið yfir stöðu mála.

Menningar- og þróunarráð leggur til við bæjarráð að myndaður verði fimm manna átakshópur um atvinnumál. Hann skipi atvinnufulltrúarnir tveir, skrifstofustjóri stjórnsýslusviðs, sviðsstjóri velferðarsviðs og bæjarstjóri. Verkefnið lúti daglegri umsjón bæjarstjóra. Fyrst í stað leggi hópurinn sérstaka áherslu á atvinnumál ungs fólks (í sumar). Bæjarstjóri veiti  menningar- og þróunarráði reglulega upplýsingar um framvindu verkefnisins.

2.1011281 - Fjárhagsáætlun 2011. Lista- og menningarsjóður

Sautján umsóknir bárust.

Hafsteinn Karlsson, Una Björg Einarsdóttir og Helga Guðrún Jónasdóttir verða í hópi sem fer yfir og afgreiðir umsóknir.

3.1104307 - Stefnufundur um ferða- og menningarmál

Fundurinn fer fram í MK 8. júní frá kl. 17:30 til 19:00.

 

4.1005121 - Merking Tónlistarsafns Íslands.

Farið yfir áætlaðan kostnað.

Því er beint til framkvæmdaráðs að koma með tillögur að útfærslu.

5.1105555 - Þjóðhátíðardagur - 17. júní 2011

Andri í Molanum kynnir drög að dagskrá.

 

6.1103362 - Erindisbréf menningar- og þróunarráðs

Drög að erindisbréfi lögð fram.

Umræðu frestað.

7.1106097 - Tjaldstæði í Kópavogi

Ráðið ítrekar beiðni um að umhverfissvið gefi álit á því hvar koma megi niður tjaldstæði í Kópavogi.

8.1104306 - Útimarkaður við Hálsatorg

Ráðið felur starfsmanni að kanna hina lagalegu og tæknilegu hlið málsins.

9.1006494 - Kópavogsbær - Kópavogshæli

Menningar- og þróunarráð leggur til að þegar í stað verði hafnar bráðaaðgerðir, í samstarfi við Húsafriðunarnefnd ríkisins, til að koma í veg fyrir frekari skemmdir á hressingarhælinu í Kópavogi. Sviðsstjóri umhverfissviðs hafi yfirumsjón með því.

Fundi slitið - kl. 19:00.