Menningar- og þróunarráð

13. fundur 28. nóvember 2011 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Hafsteinn Karlsson formaður
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Garðar Heimir Guðjónsson aðalfulltrúi
  • Helga Guðrún Jónasdóttir aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson varafulltrúi
  • Friðdóra Kristinsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Marteinn Sigurgeirsson sem tekið hefur myndir af bæjarlífinu í mörg sagði frá filmu- og myndbandasafni sem hann á og spannar sögu bæjarins allt aftur til ársins 1980.

1.1111458 - Fjárhagsáætlun menningar- og þróunardeildar 2012

Hafsteinn Karlsson fór í grófum dráttum yfir fjárhagsstöðu lista- og menningarsjóðs og hvernig horfurnar væru á næsta ári.

Helga Guðrún Jónasdóttir bókar: ”Það kemur á óvart að mér skuli sem skipaður fulltrúi í menningar- og þróunarráði vera meinaður aðgangur að upplýsingum um fjárhagsáætlun menningar- og þróunardeildar á grundvelli þess að ég sé ekki innherji.“

2.1111225 - Ljóðahópurinn Gjábakka. Beiðni um styrk.

Vísað til næstu úthlutunar.

Fundi slitið - kl. 19:00.