Menningar- og þróunarráð

1. fundur 17. mars 2011 kl. 16:30 - 19:15 í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni
Fundargerð ritaði: Arna Schram upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Formaður kynnti hlutverk hinnar nýju nefndar. Samþykkt að óska eftir því að nefndinni verði sett erindisbréf hið fyrsta þar sem hlutverk hennar og ábyrgðarsvið er skilgreint.

Hugarflug með forstöðumönnum menningarstofnana bæjarins. Þar mættu þau Guðbjörg Kristjánsdóttir, Gerðarsafni, Inga Kristjá

1.1011281 - Styrkir úr lista- og menningarsjóði og menningarviðburðir

Sjóðurinn hefur ekki úr miklu að moða á þessu ári verður ekki auglýst eftir umsóknum um styrki tvisvar á ári eins og áður. Ekki er heldur gert ráð fyrir fjármagni til sumardagsins fyrsta og Kópavogsdaga. Nefndarmenn óskuðu eftir reglugerð um lista- og menningarsjóð og var starfsmanni nefndarinnar falið að útvega þeim hana.

Málinu frestað til næsta fundar.

2.1103356 - Götugrill

Menningar- og þróunarráð leggur til að Kópavogsbær styðji íbúa í bænum til að koma saman í svokölluðum götugrillum á sumrin, m.a. með því að lána búnað og að hugmyndir um útfærslu götugrilla verði aðgengilegar á vef bæjarins.

3.1102660 - Hugmyndir til tekjuaukningar fyrir Hafnarstjórn Kópavogshafna frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins

Sjálfstæðismenn í hafnarstjórn hafa lagt fram hugmyndir til tekjuaukningar fyrir Kópavogshöfn. Þær voru ræddar sem og aðrar leiðir til að efla lífið við höfnina. Nefndarmenn sammála um að huga þurfi vel að útfærslu og þróun svæðisins og ná samstöðu um hana.

Málinu frestað til næsta fundar.

4.1103358 - Umsókn um styrk vegna setjaravélar

Setjaravélin var flutt til landsins árið 1958 og er óskað eftir því að bærinn taki vélina að sér, finni henni húsnæði og kosti flutning hennar.

Starfsmanni nefndarinnar falið að kanna málið betur.

Kópavogsfundur. Hjálmar greindi frá hugmyndum um hugmynda- og stefnuþingi um bæjarmálin sem stefnt er að á næstunni.

Fundi slitið - kl. 19:15.