Menningar- og þróunarráð

4. fundur 02. maí 2011 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Arna Schram upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.1103376 - Átakshópur um atvinnumál

Frestað að fá fulltrúa vinnuhóps á fundinn.

Ákveðið að kalla eftir minnisblaði um  stöðu atvinnumála frá atvinnufulltrúunum á næsta fundi. Í millitíðinni verður komist að niðurstöðu um hverjir muni skipa starfshópinn.

2.1104307 - Stefnufundur um ferða- og menningarmál

Elísabet Sveinsdóttir kom á fundinn og kynnti hugmyndir að verkefninu: Búum til betri bæ.

Ákveðið að halda stefnufund um ferðamál 26. eða 27. maí frá 15:00 til 18:00. Markmiðið er að fá efnivið í stefnu bæjarins í ferðamálum. Starfsmanni ráðsins ásamt formanni falið að fylgja því eftir að fundurinn verði undirbúinn. Ráðið óskar eftir því að fá niðurstöður síðustu íbúafunda.

3.1104008 - Kópavogsdagar 2011

Elísabet Sveinsdóttir heldur utan um Kópavogsdaga og upplýsti um stöðuna.

 

4.1005121 - Merking Tónlistarsafns Íslands.

Forstöðumaður safnsins hefur ítrekað óskað eftir því að safnið verði betur merkt.

Því er beint til framkvæmdaráðs að meta kostnað og koma með tillögur að útfærslu.

5.1103358 - Umsókn um styrk vegna setjaravélar

Starfsmanni ráðsins falið að ljúka málinu með því að upplýsa viðkomandi aðila um að ráðið geti því miður ekki orðið við þessari beiðni.

6.1104307 - Íþróttatengd ferðamennska

Brynjar Örn Gunnarsson kom á fundinn og kynnti hugmyndir að svokallaðri þríþraut (Ironman) sem möguleika á íþróttatengdri ferðamennsku.

Ráðið ítrekar ósk um að fá álit umhverfissviðs á því hvar komi til greina að setja niður tjaldstæði í Kópavogi.

Garðar segir frá því að hann hafi ásamt starfsmanni ráðsins hitt fulltrúa verslunar og samtaka í Kópavogi vegna stofnunar miðbæjarsamtaka. Stefnt er að því að þau verði stofnuð í sumar.

Fundi slitið - kl. 19:00.