Menningar- og þróunarráð

2. fundur 04. apríl 2011 kl. 17:00 - 18:30 í Salnum, Hamraborg 6
Fundargerð ritaði: Arna Schram upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Una Björg Einarsdóttir boðaði forföll.

1.1104008 - Kópavogsdagar 2011

Forsvarsmenn menningarstofnana fóru yfir það sem þau hyggjast gera á Kópavogsdögum.

Starfsmanni ráðsins falið að halda utan um dagana og leitast eftir samstarfi við Molann og fleiri aðila.

2.1104009 - Salurinn 2011 - ýmis málefni

Forstöðumaður Salarins fór yfir málefni hans.

Forstöðumanni Salarins var falið að leggja fyrir ráðið forgangslista yfir þann tækjabúnað sem þarf að endurnýja. Þá var henni falið að setja hugmyndir á blað um nýjungar í starfinu.

3.1104010 - Vinnureglur menningar- og þróunarráðs

Rætt um hugmyndir að vinnureglum fyrir ráðið.

Formanni falið að leggja fram mótaðar tillögur.

4.1103376 - Tillaga um skipan starfshóps vegna atvinnuleysis

Tillagan rædd.

Formanni falið að ræða þetta við bæjarstjóra og gera sameiginlega tillögu að skipan starfshóps vegna atvinnuleysis.

5.1010057 - Aðgerðir í atvinnumálum. Punktar til umræðu.

Sú hugmynd rædd að bærinn hefði frumkvæði að stofnun öflugra miðbæjarsamtaka.

Ákveðið að boða hóp áhugasamra einstaklinga á næsta fund.

6.1104004 - Stofnskrá fyrir Náttúrufræðistofu Kópavogs

Stofnskráin samþykkt.

7.1011281 - Fjárhagsáætlun 2011. Lista- og menningarsjóður

Rætt um úthlutun styrkja úr lista- og menningarsjóði.

Formanni og starfsmanni  falið að semja auglýsingu fyrir næsta fund vegna umsókna úr sjóðnum.

8.1103358 - Umsókn um styrk vegna setjaravélar

Starfsmanni falið að kanna málið frekar.

9.1104012 - Málefni Gerðarsafns 2011

Tillaga hefur verið lögð fram um að aldraðir og öryrkjar fái frítt inn á safnið auk námsmanna gegn framvísun námsmannaskírteinis.

Tillagan samþykkt. Starfsmanni falið að koma henni á framfæri með fréttatilkynningu.

10.1104014 - Punkhátíð í Kópavogi

Valgarður Guðjónsson kynnir hugmynd að Punkhátíð í Kópavogi. Rætt um tímasetningu, 16. júní eða lok ágúst, og staðsetningu, sem og mögulega aðkomu bæjarins að hátíðinni.

Fundi slitið - kl. 18:30.