Menningar- og þróunarráð

15. fundur 09. janúar 2012 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Hafsteinn Karlsson formaður
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Garðar Heimir Guðjónsson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Helga Guðrún Jónasdóttir aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.1011281 - Auglýsing um styrki úr lista- og menningarsjóði.

Auglýsa þarf úthlutun.

Bæta þarf við auglýsinguna að sérstök athygli skuli vakin á nýjum reglum lista- og menningarsjóðs og breyta þarf umsóknareyðublaði. Umsóknarfrestur að þessu sinni er til 14. febrúar vegna verkefna á árinu 2012.

2.1104009 - Salurinn 2012. Tilboð í búnað.

Frestað til næsta fundar.

3.912646 - Ljóðasamkeppnin Jón úr Vör.

Formaður og deildarstjóri menningar- og þróunarráðs geri tillögu að dagskrá og leggi fyrir næsta fund.

4.1104307 - Stefnumótun í ferðamálum.

Formaður og deildarstjóri menningar- og þróunarráðs leiti til tveggja til þriggja ráðgjafa í ferðamálum til að fá hugmyndir um verð og nálgun verkefnisins.

Fundi slitið - kl. 19:00.