Menningar- og þróunarráð

16. fundur 17. janúar 2012 kl. 15:00 - 16:30 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Garðar Heimir Guðjónsson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Helga Guðrún Jónasdóttir aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.1104307 - Stefnumótun í ferðamálum.

Sævar Kristinsson og Rögnvaldur Guðmundsson, sérfræðingar í mótun ferðastefnu, komu á fundinn og fóru yfir umfang þeirrar vinnu sem fælist í því að móta ferðastefnu og mögulegan kostnað.

2.1104009 - Salurinn 2011 - tækjabúnaður.

Tækjalisti og upplýsingar um tilboð lagt fram.

Þetta er innan fjárheimildar og ráðið samþykkir fyrir sitt leyti að ráðist verði í tækjakaupin.

3.912646 - Ljóðasamkeppnin Jón úr Vör.

Dagskráin fyrir hátíðarhöldin 21. janúar lögð fram.

 

Fundi slitið - kl. 16:30.