Menningar- og þróunarráð

11. fundur 17. október 2011 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Arna Schram upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.1104012 - Málefni Gerðarsafns 2011

Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns, fór yfir málefni safnsins.

2.1109214 - Stofnskrá Listasafns Kópavogs - Gerðarsafns

Bæjarlögmaður gerir ekki athugasemdir við hana.

Stofnskráin samþykkt með fáeinum orðalagsbreytingum.

3.1011281 - Nýjar reglur lista- og menningarsjóðs

Umsögn ekki borist frá bæjarlögmanni.

Frestað til næsta fundar.

4.912646 - Ljóðasamkeppni Jóns úr Vör.

Drög að reglum um ljóðasamkeppni grunnskólabarna lögð fram og rædd.

Samþykkt að menningar- og þróunarráð efni til ljóðasamkeppni grunnskólanema í tengslum við ljóðasamkeppnina Ljóðstafur Jóns úr Vör. Formanni og varaformanni ráðsins falið að útfæra fyrirkomulag keppninnar nánar og leggja fyrir næsta fund menningar- og þróunarráðs.

5.1109207 - Rekstrarstyrkur til Leikfélags Kópavogs samkvæmt samningi

Bæjarráð vísaði erindinu til menningar- og þróunarráðs til úrvinnslu.

Frestað til næsta fundar. Ákveðið að boða formann LK á þann sama fund.

Fundi slitið - kl. 19:00.