Menningar- og þróunarráð

3. fundur 18. apríl 2011 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Arna Schram upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Guðlaugur Kristjánsson, eigandi Videómarkaðarins og Linda Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastóri Rauða krossins í Kópavogi, mættu og ræddu hugmyndir að stofnun miðbæjarsamtaka í Kópavogi. Garðar bauðst til að hitta þau tvö og taka þátt í undirbúningnum að stofnfundi.

Theódóra S. Þorsteinsdóttir mætti

1.1104010 - Vinnureglur menningar- og þróunarráðs

Formaður lagði fram drög að vinnureglum.

Þær voru ræddar og samþykktar til reynslu.

2.1011281 - Auglýsing um umsóknir úr lista- og menningarsjóði

Ákveðið að setja auglýsingar í Kópavogsblöð og á vef bæjarins en ráðið úthlutar einu sinni á þessu ári. Umsóknarfrestur verður 25. maí.

3.1103376 - Tillaga um skipan starfshóps vegna atvinnuleysis

Formaður leggur fram tillögu um að í hópnum verði atvinnufulltrúarnir tveir og Sigurður Björnsson skrifstofustjóri á stjórnsýslusviði.

Samþykkt. Ákveðið að fá þau öll á næsta fund til að móta starfsramma nefndarinar.

4.1103358 - Umsókn um styrk vegna setjaravélar

Málinu frestað til næsta fundar.

5.1104019 - Erindi kóra til ráðsins.

Tillaga formanns að svari við erindinu samþykkt.

6.1104209 - Umsókn um styrk vegna jazz- og blúshátíðar í Kópavogi 2.-5. júní

Samþykkt að vísa henni til úthlutunar úr lista- og menningarsjóði í vor.

7.1104011 - Styrkumsókn fyrir danshópinn Raven

Samþykkt að vísa henni til úthlutunar úr lista- og menningarsjóði í vor.

Fundi slitið - kl. 19:00.