Menningar- og þróunarráð

9. fundur 19. september 2011 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1109214 - Stofnskrá Listasafns Kópavogs - Gerðarsafns

Menningar- og þróunarráð óskar eftir umsögn bæjarlögmanns.

2.707011 - Tónlistarsafn Íslands í Kópavogi

Lagt fram svar menntamálaráðuneytis við erindi Kópavogsbæjar um viðræður um framtíð Tónlistarsafns Íslands sbr. bókun menningar- og þróunarráðs frá síðasta fundi ráðsins.

Lagt fram.

3.1106310 - Umsókn um styrk til tónleikahalds í Kópavogi

Afgreiðslu var frestað í vor.

Menningar- og þróunarráð hafnar erindinu.

4.1109211 - Umsókn um styrk vegna hljóðfærasmiðju og tónleikahalds

Menningar- og þróunarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 200.000,- til verkefnisins.

5.1109216 - Ósk frá Odense Skole og Ungdomsorkester um gistingu á tónleikaferðalagi sumarið 2012

Menningar- og þróunarráð vísar erindinu til deildarstjóra menningar- og þróunardeildar til úrvinnslu.

6.1103376 - Atvinnumál

Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri og Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs gerðu grein fyrir hugmyndum að atvinnuskrifstofu á velferðarsviði bæjarins.

Lagt fram.

7.1010057 - Tjaldstæði

Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn menningar- og þróunarráðs um framlagðar hugmyndir að staðsetningu tjaldsvæðis í Kópavogi.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

8.1011281 - Reglur lista- og menningarsjóðs

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, minnisblað um fjárhagslega stöðu lista- og menningarsjóðs.

Menningar- og þróunarráð frestar umræðu til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 19:00.