Menntaráð

5. fundur 07. mars 2017 kl. 17:15 - 19:15 í Vatnsendaskóla
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Ólafur Örn Karlsson aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Sverrir Óskarsson varaformaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Gísli Baldvinsson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Arnar Björnsson foreldrafulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Sigrún Bjarnadóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Menntaráð þakkar Guðrúnu Soffíu Jónasdóttir skólastjóra Vatnsendaskóla fyrir mjög góðar mótttökur. Jafnframt þakkar ráðið Birnu Hugrúnu Bjarnardóttur kennara áhugaverða kynningu á metnaðarfullu starfi.

1.1505229 - Hinsegin fræðsla í grunnskólum Kópavogs.

Kynning á fræðslu sem nú stendur yfir í grunnskólunum.
Margrét Sigurðardóttir fyrirlesari og ráðgjafi um hinsegin fræðslu fyrir grunnskóla Kópavogs kom og greindi frá hvernig fræðsla í skólunum er skipulögð og hvernig staðan er á verkefninu. Menntaráð lýsir ánægju sinni yfir að verkefnið sé farið af stað og hvernig að því er staðið.

2.1702352 - Skólagerði 8, Kársnesskóli, húsnæðismál.

Kynning á stöðu húsnæðismála í Kársnesskóla.
Margrét Friðriksdóttir formaður menntaráðs greindi frá stöðu húsnæðismála Kársnesskóla.

3.1301085 - SSH - endurmenntun kennara

Starfshópur um endurmenntun og starfsþróun kennara á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinum stendur árlega fyrir ráðstefnum, námskeiðum og vinnustofum fyrir kennara og stjórnendur grunnskóla.
Rástefna sem haldin verður 10. mars n.k. og ber yfirskriftina Fjölmenningarlegur grunnskóli kynnt.

4.16081801 - Endurmenntunarsjóður grunnskóla 2017

Árlega er sótt um í endurmenntunarsjóð grunnskóla á vegum menntasviðs til að halda endurmenntunarnámskeið fyrir kennara. Kynning á umsóknum fyrir skólaárið 2017-2018.
Umsóknir um styrki til endurmenntunarnámskeiða fyrir kennara kynntar. Menntaráð lýsir ánægju sinni með metnaðarfullar umsóknir.

5.1702664 - Minnkun á plastnotkun. Tillaga frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur

Menntaráð óskar eftir að fylgjast með og fá upplýsingar um afgreiðslu málsins þegar það hefur verið afgreitt í umhverfisráði.

Fundi slitið - kl. 19:15.