Menntaráð

8. fundur 02. maí 2017 kl. 17:15 - 19:50 í Hörðuvallaskóla
Fundinn sátu:
 • Margrét Friðriksdóttir formaður
 • Ólafur Örn Karlsson aðalmaður
 • Helgi Magnússon aðalmaður
 • Sverrir Óskarsson varaformaður
 • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
 • Sóley Ragnarsdóttir varamaður
 • Gísli Baldvinsson aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Arnar Björnsson foreldrafulltrúi
 • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
 • Sigrún Bjarnadóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
 • Ragnheiður Hermannsdóttir
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
 • Jana Eir Víglundsdóttir
 • Stefán Ómar Jónsson
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Menntráð þakkar Ágústi Jakobssyni skólastjóra Hörðuvallaskóla fyrir góðar móttökur og veitingar.

Almenn erindi

1.1701900 - Hörðuvallaskóli-skólaþróun

Kynning á skipulagi skólastarfs næsta vetur.
Skólastjóri Hörðuvallaskóla Ágúst Jakobsson kynnti áætlun um skipulag skólastarfs á næstu árum með tillitil til nýtingu húsnæðis og þróunar kennsluhátta.

Arnar Björnsson, fulltrúi foreldra lagði fram eftirfarandi bókun: "Ég bendi á að áætlanir varðandi fjölda nemenda í skólanum hafa ekki staðist undanfarin ár og þar sem blokk í Vallarkór er ekki inn í núverandi tölum er bent á að endurmeta þurfi þessar tölur um leið og það liggur fyrir hvernig þær eru uppbyggðar af íbúum. Óskað er eftir því að bæjaryfirvöld bregðist hratt við þegar fyrir liggur að fjöldi barna fer yfir 1100 og sýna þá fram á hvernig brugðist verði við. Tekið skal fram að fulltrúi foreldra telur áætlun skólastjóra Hörðuvallaskóla mjög góða miðað við núverandi áætlun, en áhyggjurnar snúist um þá staðreynd ef fjölgunin verður meiri."

Menntaráð þakkar fyrir ábendingu fulltrúa foreldra í menntaráði. Þau gögn sem kynnt voru á fundinum eru til þess gerð að sýna hvernig brugðist verður við fjölgun nemenda í Hörðuvallaskóla miðað við núverandi upplýsingar

Almenn erindi

2.1704658 - Menntasvið-tölfræði

Rekstrarstjóri menntasviðs kynnir greiningu á fjarvistaskrá.
Menntaráð þakkar Sindra Sveinssyni rekstrarstjóra menntasviðs kynningu á vandaðri greiningarvinnu sem unnið er að á fjarvistum.

Almenn erindi

3.1702352 - Skólagerði 8, Kársnesskóli, húsnæðismál.

Kynning á stöðu húsnæðismála.
Margrét Friðriksdóttir, formaður menntaráðs sagði frá stöðu mála varðandi húsnæðismál skólans.

Almenn erindi

4.1704659 - Starfsmannavelta meðal kennara

Eftirfarandi fyrirspurn frá Gísla Baldvinssyni fulltrúi vinstri grænna og félagshyggjufólks í menntaráði verður lögð fram: "Hvernig gengur að ráða grunnskólakennara fyrir næsta skólaár, hvort uppsagnir teljist innan eðlilegra viðmiða."
Menntaráð vísar fyrirspurninni til menntasviðs.

Fundi slitið - kl. 19:50.