Menntaráð

9. fundur 16. maí 2017 kl. 17:15 - 18:35 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Ólafur Örn Karlsson aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Sverrir Óskarsson varaformaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Gísli Baldvinsson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Arnar Björnsson foreldrafulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Sigrún Bjarnadóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Næsti fundur menntráðs verður föstudaginn 9. júní kl. 8.

Almenn erindi

1.1701440 - Menntaráð-stefnumótun

Rætt um efni fyrirhugaðs sameigninlegs fundar fastanefnda menntasviðs.
Margrét Friðriksdóttir formaður menntaráðs kynnti drög að dagskrá.

Almenn erindi

2.1501415 - Innleiðing spjaldtölva í grunnskólum Kópavogsbæjar

Verkefnastjóri kemur og kynnir stöðu mála.
Björn Gunnlaugsson verkefnastjóri spjaldtölvuverkefnis kom og kynnti fyrstu niðurstöður úr könnun meðal kennara.

Almenn erindi

3.1703835 - Grunnskóladeild-Viðmiðunarstundaskrá í list- og verkgreinum

Svar við fyrirspurn menntaráðs um hvort grunnskólar í Kópavogi uppfylli viðmiðunnarstundaskrá í list- og verkgreinum lögð fram.
Menntaráð fagnar því að flestir grunnskólar í Kópavogi fylgja viðmiðunarstundaskrá í list- og verkgreinum. Jafnframt áréttar ráðið að allir grunnskólar fari eftir viðmiðunarstundarskrá.

Almenn erindi

4.1301251 - Málefni frístundaklúbbsins Hrafnsins

Kynning á starfsemi Hrafnsins.
Kynningu frestað til næsta fundar.

Almenn erindi

5.1410636 - Frístundadeild-Molinn ungmennahús

Kynning á starfsemi Molans.
Kynningar frestað til næsta fundar.

Önnur mál

6.17031366 - Kópurinn 2017

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 19. mái. Kópurinn verður afhentur 31. maí kl.15 í Salnum.

Fundi slitið - kl. 18:35.