Menntaráð

10. fundur 08. júní 2017 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
 • Margrét Friðriksdóttir formaður
 • Ólafur Örn Karlsson aðalmaður
 • Helgi Magnússon aðalmaður
 • Sverrir Óskarsson varaformaður
 • Helga María Hallgrímsdóttir aðalmaður
 • Gísli Baldvinsson aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
 • Sigrún Bjarnadóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
 • Ragnheiður Hermannsdóttir
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóla
Dagskrá

Almenn erindi

1.17051887 - Sameiginleg vinna fastanefnda menntasviðs

Í erindisbréfi menntaráðs er eitt af hlutverkum þess að hafa samráð við aðrar nefndir sviðsins um sameiginlega stefnumótun. Á fundinum mun menntaráð, leiksskólanefnd og íþróttaráð hefja samtal.
Margrét Friðriksdóttir, formaður menntaráð setti fundinn og gerði grein fyrir tilgangi hans. Því næstu kynnti hún hlutverk menntaráðs, Jón Finnborgason, formaður íþróttaráðs og Eiríkur Ólafsson, formaður leikskólanefndar gerðu síðan grein fyrir hlutverki og helstu verkefnum sinna nefnda.
Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðstjóri menntasviðs kynnti menntasvið, skipulag þess og hlutverk. Að því búnu voru hópumræður.
Áætlað er að næsti sameiginlegi fundur nefndanna verði í október 2017.

Fundi slitið - kl. 19:00.