Menntaráð

12. fundur 15. ágúst 2017 kl. 17:15 - 19:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Ólafur Örn Karlsson aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Auður Cela Sigrúnardóttir varamaður
  • Helga María Hallgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Baldvinsson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Sigrún Bjarnadóttir fulltrúi skólastjóra
  • Hreiðar Oddsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
  • Jana Eir Víglundsdóttir
  • Stefán Ómar Jónsson
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.1702352 - Skólagerði 8, Kársnesskóli, húsnæðismál.

Skipulag skólastarfs í Kársnesskóla við byrjun skólaárs kynnt og gengið um húsnæði skólans í Fannborg 2.
Björg Baldursdóttir, skólastjóri kynnti fyrir menntaráði upphaf skólastarfs í Kársnesskóla. Gengið var um ný innréttað húsnæði skólans á 2. hæð í Fannborg 2.

Almenn erindi

2.1110178 - Kostnaður foreldra við skólagöngu barna sinna

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 13. júní s.l. eftirfarandi tillögu menntaráðs um aðgerðir til að lækka kostnað foreldra á ritföngum. "Menntaráð áréttar bókun skólanefndar á fundi dags. 3. október 2016 varðandi lækkun ritfangakostnaðar og mælir með að bæjarstjórn samþykki tillögu þess efnis að grunnskólarnir fari í aðgerðir við að lækka ritfangakostnað. Í þeim tilgangi verði hvatt til þess að grunnskólarnir skipuleggi m.a. sameiginleg innkaup í samstarfi við foreldra. Miðað verði við að kostnaður vegna hvers nemanda verði ekki hærri en 4000 kr. á næsta skólaári 2017 -2018."

Skipulag innkaupa á námsgögnum í kjölfar ofangreindrar bókunar kynnt.
Menntaráð fagnar því að tekist hefur í grunnskólum Kópavogs að lækka kostnað við innkaup á námsgögnum með sameiginlegum innkaupum í samstarfi við foreldrafélögin. Það er mikilvægt velferðarmál fyrir fjölskyldur að kostnaður sé lækkaður jafn mikið og raun ber vitni og jafnframt dregið úr fyrirhöfn foreldra við þessi innkaup.

Aðeins einn skóli, Snælandsskóli, hefur ekki farið í sameiginleg innkaup með foreldrafélaginu og óskar menntaráð eftir skriflegri skýringu á því frá skólastjóra. Menntaráð leggur áherslu á að málið verði leyst farsællega fyrir skólabyrjun.

Fundarhlé hófst kl. 18:47 - Fundi fram haldið kl. 18:55

Gísli Baldvinsson, fulltrúi vinstri grænna og félagshyggjufólks, Bergljót Kristinsdóttir, fulltrúi samfylkingar og Helga María Hallgrímsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu að áskorun til bæjarstjórnar:
"Menntaráð skorar á bæjarstjórn að bæjarfélagið taki alfarið ritfangakostnað á sig, líkt og 22 önnur sveitarfélög. Þannig verði stuðlað að jafnrétti til náms."
Tillagan var felld með fimm atkvæðum gegn tveim.

Margrét Friðriksdóttir, formaður skólanefndar, Helgi Magnússon og Ólafur Örn Karlsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokks auk Hreiðars Oddsonar og Auðar C. Sigrúnardóttur fulltrúa Bjartrar framtíðar lögðu fram eftirfarandi tilögu til bæjarstjórnar:
"Menntaráð fagnar þeim árangri sem náðst hefur í grunnskólum Kópavogs með lækkun kostnaðar foreldra á ritföngum skólabarna samanber samþykkt bæjarstjórnar frá 13. júní. Menntaráð leggur þá tillögu fram við bæjarráð að taka til umræðu gjaldfrjálsan grunnskóla við gerð næstu fjárhagsáætlunar."
Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn tveimur.

Almenn erindi

3.14011128 - Mat og eftirlit sveitastjórna með skólastarfi

Niðurstöður samræmdra prófa sem frestað var á fundi ráðsins 9. júní kynntar.
Niðurstöður samræmdra prófa 2016 ræddar.

Almenn erindi

4.1701440 - Menntaráð-fundaráætlun og ýmis gögn

Fundaráætlun fyrir haustmisseri 2017 lögð fram.
Fundaráætlun samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:15.