Menntaráð

14. fundur 19. september 2017 kl. 17:15 - 18:59 í Lindaskóla
Fundinn sátu:
 • Ólafur Örn Karlsson aðalmaður
 • Helgi Magnússon aðalmaður
 • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
 • Helga María Hallgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Gísli Baldvinsson aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
 • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
 • Sigrún Bjarnadóttir vara áheyrnarfulltrúi
 • Hreiðar Oddsson aðalfulltrúi
 • Ágúst Frímann Jakobsson fulltrúi skólastjóra
 • Arnar Björnsson vara foreldrafulltrúi
Starfsmenn
 • Ragnheiður Hermannsdóttir
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
 • Stefán Ómar Jónsson
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskólanefndar
Dagskrá
Menntaráð þakkar skólastjórnendum í Lindaskóla góðar móttökur. Torfi Guðbrandsson forstöðumaður félagsmiðstöðvar skólans kynnti starfsemina og Kristgerður Garðarsdóttir kennari kynnti teymiskennslu í 3. bekk. Menntaráð þakkar áhugaverðar og upplýsandi kynningar.

Almenn erindi

1.1709276 - Húsnæðismál Hörðuvallaskóla - frá foreldrafélagi

Svar við bréfi foreldrafélags Hörðuvallaskóla um húsnæðismál skólans lagt fram.
Sindri Sveinsson, rekstrarstjóri menntasviðs, kynnti minnisblað um áætlaða þróun nemendafjölda í skólahverfi Hörðuvallaskóla.

Menntaráð samþykkti með sjö atkvæðum að varaáheyrnafulltrúi foreldra í menntaráði sem jafnframt á sæti í stjórn foreldrafélagsins væri hæfur til að fjalla um svar sem lagt var fram.

Menntaráð þakkar svarið og vísar því til menntasviðs að svara foreldrafélagi Hörðuvallaskóla formlega á fundi.

Almenn erindi

2.1406068 - Ytra mat á grunnskólum - Waldorfskólinn valinn

Staða á umbótaáætlun skólans í kjölfar ytra mats lagt fram.
Umbótaáætlun lögð fram.

Almenn erindi

3.1511073 - Ytra mat á grunnskólum 2016. Kársnesskóli valinn.

Umbótaáætlun skólans í kjölfar ytra mats lagt fram.
Umbótaáætlun lögð fram.

Almenn erindi

4.1601816 - Menntasvið-Skil skólastiga

Skýrsla starfshóps um skil leik- og grunnskóla með tillögum til að efla enn frekar samvinnu milli skólastiganna lögð fram. Máli frestað frá síðasta fundi.
Máli frestað til næsta fundar.

Almenn erindi

5.1604164 - Dægradvöl-opnunartími og sumarúrræði.

Tillaga að fyrirkomulag á opnun dægradvala um jól og páska lagt fram.
Fyrirkomulag á opnun dægradvala um jól- og páska var samþykkt með sjö atkvæðum.

Almenn erindi

6.1709390 - Óskað eftir samstarfi um mat á spjaldtölvuverkefni bæjarins

Á fundi bæjarráð 14. september var lagt fram bréf frá Menntamálastofnun dags. 6. september, með ósk um samstarf um mat á spjaldtölvuverkefni Kópavogsbæjar. Bréfinu var vísað til menntaráðs til úrvinnslu.
Menntasviði er falið að hitta fulltrúa menntamálastofnunnar til að ræða hvernig samstarfi yrði háttað og leggja aftur fyrir menntaráð.

Bergljót Kristinsdóttir fulltrúi Samfylkingar óskar eftir að kynnt verði fyrir menntaráði áætlaður rekstrakostnaður spjaldtölvuverkefnis á ársgrundvelli eftir að innleiðingu þess er lokið. Jafnframt að kynnt verði framtíðarsýn verkefnisins.

Almenn erindi

7.1701515 - Menntasvið-starfshópur um starfsumhverfi kennara í grunnskólum

Lokaskýrsla Kópavogs vegna bókunar 1 í kjarasmaningi kennara lögð fram.
Máli frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 18:59.