Menntaráð

16. fundur 17. október 2017 kl. 17:15 - 19:20 í Kópavogsskóla
Fundinn sátu:
 • Margrét Friðriksdóttir formaður
 • Ólafur Örn Karlsson aðalmaður
 • Helgi Magnússon aðalmaður
 • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
 • Helga María Hallgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Gísli Baldvinsson aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
 • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
 • Auður Cela Sigrúnardóttir varamaður
 • Ágúst Frímann Jakobsson fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
 • Ragnheiður Hermannsdóttir
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
 • Stefán Ómar Jónsson
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Menntaráð þakkar Guðmundi Ásmundssyni, skólastjóra Kópavogsskóla fyrir góðar móttökur. Einnig þakkar ráðið Bergþóru Þórhallsdóttur, deildarstjóra fyrir áhugaverða kynningu á notkun spjaldtölva í skólastarfi.

Almenn erindi

1.1501415 - Innleiðing spjaldtölva í grunnskólum Kópavogsbæjar

Kynning á meistaraverkefninu: Innleiðing á spjaldtölvum í starfi grunnskóla. Handbókarvefur fyrir sveitarfélög og skólafólk. https://innleiding.com
Sigurður Haukur Gíslason, kennsluráðgjafi í upplýsingatækni kynnti meistaraverkefni sitt. Menntaráð þakkar áhugaverða kynningu.

Almenn erindi

2.1710004 - Fyrirspurn frá Helgu Maríu Hallgrímsdóttur vegna flóttafólks sem Kópavogur tók á móti árið 2016

Fyrirspurn lögð fram. Máli frestað frá síðasta fundi.
Helga María Hallgrímsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins,gerði grein fyrir fyrirspurn og umræður sköpuðust.

Almenn erindi

3.1706625 - Menntasvið-fjárhagsáætlun 2018

Kynning og umræður.
Kristgerður Garðarsdóttir vék af fundi kl. 19:00

Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs, kynnti megin áherslur í fjárhagsáætlun fyrir grunnskóla og frístundir.

Fundi slitið - kl. 19:20.