Menntaráð

20. fundur 16. janúar 2018 kl. 17:15 - 19:20 í Smáraskóla
Fundinn sátu:
 • Margrét Friðriksdóttir formaður
 • Ólafur Örn Karlsson aðalmaður
 • Helgi Magnússon aðalmaður
 • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
 • Hreiðar Oddsson aðalfulltrúi
 • Signý Þórðardóttir varamaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
 • Helga María Hallgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
 • Ágúst Frímann Jakobsson fulltrúi skólastjóra
 • Þorvar Hafsteinsson foreldrafulltrúi
Starfsmenn
 • Ragnheiður Hermannsdóttir
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Menntaráð þakkar Ingibjörgu Hannesdóttur, kennara í Smáraskóla, góða kynningu á stöðu þróunarverkefnis sem unnið er í samstarfi við Listasafn Íslands og Háskólann í Reykjavík. Jafnframt þakkar ráðið Friðþjófi Helga Karlssyni, skólastjóra Smáraskóla, góðar móttökur og veitingar.

Almenn erindi

1.1608848 - Grunnskóladeild-íslenska sem annað mál-reglur og ferlar

Kynning á fyrirkomulagi kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku og stuðningi við skóla.
Hekla Hannibalsdóttir, verkefnastjóri á grunnskóladeild og Donata Honkowicz-Bukowska, ráðgjafi og kennari við Alþjóðaver Álfhólsskóla kynntu.

Almenn erindi

2.1511682 - Grunnskóladeild-Nordisk platform

Kynning á samvinnu norrænna vinabæja Kópavogs á sviði skólamála.
Tómas Jónsson, fulltrúi skólaþjónustu, fór yfir sögu og skipulag norrænnar samvinnu.

Almenn erindi

3.1705174 - Stofnun öldungaráðs

Bréf frá öldungaráði lagt fram.
Menntaráð fagnar stofnun öldungaráðs.

Almenn erindi

4.1712747 - Menntasvið-fyribyggjandi starf og foreldrasamstarf

Tillaga um stofnun forvarnarhóps lögð fram og kynning á samstarfi menntasviðs og Samkóp.
Menntaráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum tillögu um myndun forvarnarhóps með áorðnum breytingum.

Fundi slitið - kl. 19:20.