Menntaráð

22. fundur 26. febrúar 2018 kl. 17:15 - 18:59 í Snælandsskóla
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Ólafur Örn Karlsson aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalfulltrúi
  • Gísli Baldvinsson aðalmaður
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Ágúst Frímann Jakobsson fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Menntaráð þakkar Berglindi Bragadóttur, kennara og Önnu Mjöll Sigurðardóttur, aðstoðarskólastjóra áhugaverða kynningu. Jafnframt þakkar ráðið Magneu Einarsdóttur, skólastjóra fyrir góðar móttökur og veitingar.

Almenn erindi

1.1611339 - Dægradvöl-starfsáætlanir

Starfsáætlanir dægradvala lagðar fram.
Menntaráð samþykkir starfsáætlanir dægradvala með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn erindi

2.1801205 - Þjónustukönnun sveitarfélaga 2017

Þjónustukönnun fyrir Kópavog kynnt. Finna má kynningu á könnun á eftirfarandi slóð: https://www.kopavogur.is/static/files/thjonustukonnun_gallup.pdf
Könnun stuttlega kynnt og rædd.

Almenn erindi

3.1501415 - Innleiðing spjaldtölva í grunnskólum Kópavogsbæjar

Verkefnastjóri spjaldtölvuinnleiðingar kynnir stöðu mála.
Björn Gunnlaugsson, verkefnastjóri spjaldtölvuinnleiðingar kom á fund menntaráðs og kynnti ítarlega stöðu mála í verkefninu.

Fundi slitið - kl. 18:59.