Menntaráð

23. fundur 06. mars 2018 kl. 17:15 - 19:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
 • Margrét Friðriksdóttir formaður
 • Ólafur Örn Karlsson aðalmaður
 • Helgi Magnússon aðalmaður
 • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
 • Hreiðar Oddsson aðalfulltrúi
 • Gísli Baldvinsson aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
 • Helga María Hallgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
 • Ágúst Frímann Jakobsson fulltrúi skólastjóra
 • Þorvar Hafsteinsson foreldrafulltrúi
Starfsmenn
 • Ragnheiður Hermannsdóttir
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.1704658 - Menntasvið-tölfræði

Kynnt þróun fjarvista vegna veikinda starfsfólks í grunnskólum.
Sindri Sveinsson, rekstrarstjóri menntasviðs kom á fund menntráðs og kynnti þróun fjarvista í grunnskólum.

Almenn erindi

2.1512172 - Skemmtilegri skólalóðir.

Lagt fram minnisblað um framkvæmdir frá síðasta ári og fyrirhugaðar framkvæmdir á því næsta.
Menntaráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að framkvæmdum á skólalóðum 2018 með öllum greiddum atkvæðum.

Gísli Baldvinsson vék af fundi kl. 18:55.

Almenn erindi

3.1802189 - Menntasvið-Forvörn við kynbundnu misrétti, andlegu og líkamlegu ofbeldi

Lögð fram fyrirspurn frá Bergljótu Kristinsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar.
Fyrirspurn lögð fram og vísað til umsagnar menntasviðs.

Almenn erindi

4.17031366 - Kópurinn

Yfirfara reglur um viðkenningar menntaráðs og setja af stað ferli varðandi tilnefningar.
Menntaráð samþykkir að setja af stað tilnefningarferli vegna viðurkenninga menntaráðs. Viðurkenningar verða afhentar í Salnum 17. maí 2018.
Ólafur Örn Karlsson, Þorvar Hafsteinsson og Bergljót Kristinsdóttir voru valin í úthlutunarnefnd.

Almenn erindi

5.1602605 - Forvarnasjóður Kópavogs

Yfirfara reglur sjóðs.
Máli frestað til næsta fundar.

Almenn erindi

6.1604020 - Menntasvið-stefna um sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla. Stuðningur við nemendur m.sérþarfir.

Fyrirspurn frá Helgu Maríu Hallgrímsdóttur, fulltrúa Framsóknarflokks lögð fram.
Fyrirspurn lögð fram og vísað til umsagnar menntasviðs.

Fundi slitið - kl. 19:30.