Menntaráð

24. fundur 20. mars 2018 kl. 17:15 - 19:15 í Vatnsendaskóla
Fundinn sátu:
 • Margrét Friðriksdóttir formaður
 • Ólafur Örn Karlsson aðalmaður
 • Helgi Magnússon aðalmaður
 • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
 • Hreiðar Oddsson aðalfulltrúi
 • Gísli Baldvinsson aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
 • Helga María Hallgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
 • Ágúst Frímann Jakobsson fulltrúi skólastjóra
 • Þorvar Hafsteinsson foreldrafulltrúi
Starfsmenn
 • Ragnheiður Hermannsdóttir
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
 • Jana Eir Víglundsdóttir
 • Stefán Ómar Jónsson
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Menntaráð þakkar Ingunni Huld Kristófersdóttur, deildarstjóra í Vatnsendaskóla, áhugaverða kynningu á Vináttuverkefni Barnaheilla. Jafnfram þakkar ráðið Guðrúnu Soffíu Jónasdóttur, skólastjóra, góðar móttökur.

Almenn erindi

1.1703064 - Umsókn um starfsleyfi fyrir þróunarskóla

Lögð fram umsókn um starfsleyfi til að opna sjálfstætt starfandi sérskóla í Kópavogi.
Menntaráð samþykkir umsókn um starfsleyfi með sex atkvæðum gegn einu.
Gísli Baldvinsson, fulltrúi Vinstri grænna, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður getur ekki tekið jákvæða afstöðu til umsóknarinnar á grundvelli gagna sem fylgja með. Samkvæmt þeim er þetta nær því að vera meðferðarstofnun. Þá er það óásættanlegt að ekki er gert ráð fyrir að skólastjóri sé kennaramenntaður. Einnig er óljóst hversu hátt hlutfall menntaðra kennara mun starfa við skólann. Almennt séð á skólaþjónusta að vera á hendi bæjarfélagsins. Undirritaður greiðir því atkvæði gegn umsókninni.
Gísli Baldvinsson"

Almenn erindi

2.1711178 - Grunnskóladeild-verkefni vegna vinnu við bókun 1

Lögð fram tillaga vinnuhóps um stuðning við nýja kennara í starfi í grunnskólum Kópavogs.
Menntaráð samþykkir tillögu með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn erindi

3.1604020 - Menntasvið-stefna um sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla. Stuðningur við nemendur m.sérþarfir.

Svar við fyrirspurn Helgu Maríu Hallgrímsdóttur, fulltrúa Framsóknarflokks um úrræði í Kópavogsbæ fyrir nemendur með alvarleg hegðunarfrávik
Svar lagt fram.
Helga María Hallgrímsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokks lagði fram eftirfarandi bókun:
,,Undirrituð fagnar því að hægt sé að leysa flest mál nemenda með alvarleg hegðunarfrávik með þeim úrræðum sem Kópavogsbær hefur upp á að bjóða. Eftir stendur að í flóknustu málunum, þar sem oftast er um fjölþættar geðraskanir að ræða, ríkir algert úrræðaleysi og brýnt er að bæta úr því."

Almenn erindi

4.1602605 - Forvarnasjóður Kópavogs

Breytingar á reglum Forvarvarnarsjóðs Kópavogs lagðar fram aftur en máli var frestað á síðasta fundi menntaráðs.
Menntaráð felur menntasviði að ljúka vinnu við reglur sjóðsins og leggja fram tillögu að nýjum reglum á næsta fundi ráðsins.

Almenn erindi

5.1802189 - Menntasvið-Forvörn við kynbundnu misrétti, andlegu og líkamlegu ofbeldi

Svar við fyrirspurn Bergljótar Kristinsdóttur fulltrúa Samfylkingar lagt fram.
Svar lagt fram.
Bergljót Kristinsdóttir, fulltrúi Samfylkingar, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Óskað er eftir því að Menntasvið sjái til þess að verkferlar varðandi viðbrögð vegna gruns um ofbeldi gagnvart börnum og unglingum verði kynnt árlega í stofnunum sem falla undir Menntasvið. Jafnframt þurfa stjórnendur stofnananna að fá þjálfun og úrræði sem hjálpa þeim að takast á við þannig aðstæður."

Fundi slitið - kl. 19:15.