Menntaráð

25. fundur 17. apríl 2018 kl. 17:15 - 19:43 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
 • Margrét Friðriksdóttir formaður
 • Ólafur Örn Karlsson aðalmaður
 • Helgi Magnússon aðalmaður
 • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
 • Hreiðar Oddsson aðalfulltrúi
 • Gísli Baldvinsson aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
 • Helga María Hallgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
 • Ágúst Frímann Jakobsson fulltrúi skólastjóra
 • Þorvar Hafsteinsson foreldrafulltrúi
Starfsmenn
 • Ragnheiður Hermannsdóttir
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.1604164 - Dægradvöl-opnunartími og sumarúrræði.

Fyrirkomulag og framkvæmd á jóla- og páskaopnun á yfirstandandi skólaári kynnt. Einnig kostnaðurgreining á júníopnun dægradvala.
Minnisblað um opnunartíma dægradvala um jól og páska lagt fram til kynningar. Menntaráð felur menntasviði að vinna áfram að hugmyndum að sumaropnun dægradvala.

Almenn erindi

2.1712893 - Menntasvið-eftirlit og gæði mötuneyta

Kynning á framkvæmd og niðurstöðum á eftirliti Kópvogsbæjar á mötuneytum í skólum.
Niðurstöður úttektar lagðar fram og menntaráð óskar eftir að fylgjast með eftirfylgni úttektar.

Almenn erindi

3.1511157 - Tillaga um að birta fylgiskjöl m.fundargerðum fastanefnda.

Tillaga frá Gísla Baldvinssyni, um að birta fylgiskjöl með fundargerðum fastanefnda sem tekin var fyrir í skólanefnd og vísað til bæjarstjórnar og stjórnsýslu tekin fyrir.
Margrét Friðriksdóttir, formaður menntaráðs gerði grein fyrir ferli máls innan stjórnsýslu.

Almenn erindi

4.1804309 - Ályktunartillaga frá Gísla Baldvinssyni

Lögð fram ályktun um rafræna stjórnsýslu.
Menntaráð óskar eftir að Páll Magnússon, bæjarritari, kynni fyrir ráðinu stöðu og stefnu Kópavogsbæjar varðandi rafræna stjórnsýslu.

Almenn erindi

5.1704658 - Menntasvið-tölfræði

Lögð fram fyrirspurn frá Bergljótu Kristinsdóttur, fulltrúa Samfylkingar, um fjarveru kennara í grunnskólum.
Kristgerður Garðarsdóttir vék af fundi kl.19:13.

Menntaráð óskar eftir að um málið verði fjallað meðal skólastjóra í Kópavogi, þar sem tekin verður fyrir skráning á leyfi og viðmið um leyfi.

Almenn erindi

6.16051398 - Grunnskóladeild-endurmenntun kennara

Kynning á endurmenntun sem grunnskóladeild býður kennurum í Kópavogi á næsta skólaári.
Menntaráð lýsir yfir ánægju sinni yfir fjölbreyttu tilboði um endurmenntun til kennara í Kópavogi.

Almenn erindi

7.1708169 - Skólagerði, Kársnesskóli, nýbygging. Stýrihópur. Erindisbréf o.fl.

Forsögn fyrir nýja byggingu Kársnesskóla í Skólagerði og útboð á hönnun hennar kynnt
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:43.