Menntaráð

28. fundur 21. ágúst 2018 kl. 17:15 - 19:50 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varamaður
  • Gunnsteinn Sigurðsson varamaður
  • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Ása Richardsdóttir varamaður
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Þorvar Hafsteinsson foreldrafulltrúi
  • Björg Baldursdóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.1610405 - Erindisbréf menntaráðs

Kynning og umræður um erindisbréf.
Margrét Friðriksdóttir formaður menntaráðs kynnti erindisbréf ráðsins.

Almenn erindi

2.1808771 - Menntasvið-kynning á sviði og deildum

Starfsmenn menntasviðs kynna hlutverk og helstu verkefni sviðsins á sviði skóla- og frístundamála.
Starfsmenn menntasvið kynntu starfssvið sitt og menntaráð þakkar þeim fyrir.

Almenn erindi

3.1501415 - Innleiðing spjaldtölva í grunnskólum Kópavogsbæjar

Verkefnistjóri innleiðingar á spjaldtölvum kemur á fund ráðs með kynningu á stöðu mála.

Upplýsingar um verkefni er t.d. að finna á eftirfarandi slóðum:
https://issuu.com/spjaldtolvurkopavogi/docs/bk
https://issuu.com/spjaldtolvurkopavogi/docs/vertu_foreldri
http://spjaldtolvur.kopavogur.is/rannsoknir-og-skyrslur/
Björn Gunnlaugsson verkefnastjóri kom á fund menntaráðs og kynnti stöðu á innleiðingu spjaldtölva.

Almenn erindi

4.1701440 - Menntaráð-fundaráætlun og ýmis gögn

Fundaráætlun fyrir haustmisseri 2018 lögð fram.
Fundaráætlun fyrir haustmisseri 2018 samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:50.