Menntaráð

30. fundur 18. september 2018 kl. 17:15 - 19:45 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
 • Gunnsteinn Sigurðsson varamaður
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
 • Helgi Magnússon aðalmaður
 • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
 • Helga María Hallgrímsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
 • Þorvar Hafsteinsson foreldrafulltrúi
 • Björg Baldursdóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
 • Ragnheiður Hermannsdóttir
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.18082516 - Menntasvið-teymiskennsla, stuðningur og fræðsla

Kynning á hugtakinu teymiskennsla, íslenskar rannsóknir um hana og innleiðing í grunnskólum Kópavogs.
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, kennsluráðgjafi og sérfræðingur í teymiskennslu kynnti. Menntaráð þakkar góða kynningu og fagnar frumkvæði þeirra grunnskóla sem hafa verið að innleiða teymiskennslu síðustu ár.

Almenn erindi

2.1809331 - Kópavogsbær bjóði öllum börnum í grunnskólum bæjarins í leikhús/tónleika/listsýningu á hverju ári. Tillaga til menntaráðs frá Pétri Hrafni Sigurðssyni

Tillaga lögð fram.
Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála kynnti framboð menningahúsanna til grunnskólabarna.

Menntaráð lýsir ánægju sinni yfir metnaðarfullri dagskrá menningarhúsanna. Ráðið vill efla samstarf menningarhúsa og grunnskóla. Jafnframt er starfsfólk grunnskólanna hvatt til að beita sér fyrir því að nemendur sæki viðburði menningarhúsanna.

Björg Baldursdóttir vék af fundi kl 18:30.

Helgi Magnússon leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
Menntaráð mælist til þess að grunnskólar Kópavogs kynni sér þá menningarþjónustu sem í boði er hjá menningarstofnunum bæjarins með það að markmiði að öll börn fái tækifæri til að kynnast fjölbreyttri menningu.
Tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Menningarhúsin í Kópavogi standa fyrir fjölmörgum viðburðum sem sniðin eru að þörfum og áhuga barna.
Dagskrá fyrir árið 2018 er jafnvel enn metnaðarfyllri en fyrir árið 2017 sem þó bauð uppá marga viðburði sem þúsundir barna úr Kópavogi sóttu. Þessir viðburðir eru að sjálfsögðu börnum að kostnaðarlausu.
Guðmundur Geirdal.

Undirrituðum er vel kunnugt um þá menningarviðburði sem í boði eru í Kópavogi. Þeir hafa hinsvegar verið misvel sóttir. Tillagan miðar að því að hvetja til þess að grunnskólabörn sæki menningarviðburði í Kópavogi að minnsta kosti einu sinni á ári.
Pétur Hrafn Sigurðsson

Almenn erindi

3.15084334 - Grunnskóladeild-sundkennsla grænlenskra barna

Kynning á aðkomu Kópavogsbæjar á móttöku og sundkennslu grænlenskra barna.
Kynning og umræða um verkefnið.

Almenn erindi

4.1604020 - Menntasvið-skólaþjónusta

Kynning á forvörnum og viðbrögðum vegna kvíða og depurðar nemenda, á vegum skólaþjónustu grunnskóla.
Máli frestað til næsta fundar.

Almenn erindi

5.1804647 - TUFF verkefnið

Kynning á samstarfsverkefni Kópavogsbæjar, íþróttafélaganna og The Unity of Faith Foundation. Verkefnið miðar að því að bjóða börnum sem aldrei hafa stundað íþróttir að koma og æfa frítt í þrjá mánuði.
Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðstjóri menntasviðs kynnti stuttlega verkefnið.

Fundi slitið - kl. 19:45.