Menntaráð

34. fundur 20. nóvember 2018 kl. 17:15 - 19:30 í Kársnesskóla
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Ása Richardsdóttir varamaður
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Arnar Björnsson vara foreldrafulltrúi
  • Björg Baldursdóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Menntaráð þakkar Björgu Baldursdóttur, skólastjóra Kársnesskóla góðar veitingar og áhugaverða kynningu á skólastarfinu.

Almenn erindi

1.1804647 - TUFF verkefnið

Kynning á verkefni.
Verkefnastjórn Tuff - verkefnisins, Dr Shamender Talwar og Hrund Hafsteinsdóttir frá TUFF, Hekla Hannibalsdóttir og Amanda K. Ólafsdóttir frá menntasviði komu á fund menntaráðs og kynntu verkefnið.

Almenn erindi

2.14011128 - Mat og eftirlit sveitastjórna með skólastarfi

Máli frestað frá síðasta fundi.
Niðurstöður viðhorfakannana meðal starfsfólks og nemenda í grunnskólum Kópavogs fyrir skólaárið 2017-2018 lagðar fram. Hvetja þarf starfsfólk skólanna til að taka þátt í könnuninni og svara með fullnægjandi hætti svo niðurstöður verði marktækari og nýtist stjórnendum betur til að styrkja starfsumhverfi skólanna.

Almenn erindi

3.1810449 - Arnarskóli-mat og eftilit

Starfsáætlun og innritunarreglur skólans lagðar fram.
Menntaráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum starfsáætlun og innritunarreglur Arnarskóla.

Almenn erindi

4.1405103 - Starfsáætlun Waldorfskóla

Starfsáætlun skólans lögð fram.
Menntaráð samþykkti starfsáætlun Waldorfsskólans með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn erindi

5.1406068 - Ytra mat á grunnskólum - Waldorfskólinn valinn

Yfirlit yfir stöðu umbóta í kjölfar ytra mats á Waldorfsskólanum í Lækjarbotnum lagt fram.
Lagt fram.

Almenn erindi

6.1404585 - Starfsáætlun Tröð

Starfsáætlun Traðar lögð fram.
Starfsáætlun Traðar samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn erindi

7.1806578 - Ungmennaráð Kópavogs 2018

Kynningarbréf frá Ungmennaráði Kópavogs lagt fram.
Menntaráð fagnar því að ungmennaráð hafi tekið til starfa.

Fundi slitið - kl. 19:30.