Menntaráð

36. fundur 29. janúar 2019 kl. 17:15 - 19:20 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Jóhanna Pálsdóttir varaformaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Björg Baldursdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Elvar Páll Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.16051398 - Grunnskóladeild-endurmenntun kennara

Kynning á skipulagi og framkvæmd menntabúða fyrir kennara sem haldnar eru í grunnskólum Kópavogs.
Bergþóra Þórhallsdóttir, deildarstjóri í Kópavogsskóla kynnti menntabúðir í grunnskólum Kópavogs. Menntaráð lýsir yfir ánægju sinni með framtakið og þakkar Bergþóru góða kynningu.

Almenn erindi

2.1811182 - Menntasvið-þróunarverkefni á skilum skólastig

Kynna verkefni sem hlotið hafa styrk frá Kópavogsbæ til þróunarverkefna á skilum skólastiga.
Menntaráð fagnar þeim verkefnum sem hlotið hafa styrk til að vinna að bættri samfellu skólastiga.

Almenn erindi

3.1505015 - Starfsáætlun og skóladagatal grunnskóla

Lögð fram viðmið um skóladagatöl og tillögur skólastjóra um dagsetningar vetrarfría og skólabyrjunar skólaárið 2019-2020.
Menntaráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum tillögu skólastjóra varðandi dagsetningar vetrarfría og skólabyrjunar skólaárið 2019-2020.
Menntaráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum viðmið um skóladagatöl. Menntaráð hvetur skólastjóra til að kynna vel fyrir foreldrum tilgang og verkefni sem unnin eru á skipulagsdögum.

Almenn erindi

4.1712893 - Menntasvið-eftirlit og gæði mötuneyta

Kynning á eftirfylgni á niðurstöðum úttektar á mötuneytum sem fram fór í skólum bæjarins 2018.
Ragnheiður Hermannsdóttir, deildarstjóri grunnskóladeildar, kynnti námskeið sem haldin voru fyrir starfsfólk mötuneyta leik- og grunnskóla, í nóvember 2018 til eftirfylgni með úttekt á mötuneytum grunnskóla bæjarins, sem fram fór vorið 2018. Menntaráð lýsir ánægju sinni með framkvæmd og eftirfylgni úttektar.

Almenn erindi

5.1709917 - Grunnskóladeild-íslenska sem annað mál-fræðsla fyrir kennara

Kynning á nýrri vefsíðu sem ætluð er til að styðja við leik- og grunnskólakennara og aðra sem starfa með börnum með annað móðurmál en íslensku, fjolmenning.kopavogur.is
Menntaráð fagnar mjög nýrri vefsíðu fjölmenningar. Vefurinn er til fyrirmyndar og sýnir metnað í málaflokknum.

Fundi slitið - kl. 19:20.