Menntaráð

37. fundur 05. febrúar 2019 kl. 17:15 - 19:40 í Álfhólsskóla
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Elvar Páll Sigurðsson aðalmaður
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Þorvar Hafsteinsson foreldrafulltrúi
  • Björg Baldursdóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Menntaráð þakkar skólastjóra Álfhólsskóla, Sigrúnu Bjarnadóttur áhugaverða kynningu á skólamenningaráætlun skólans. Jafnframt þakkar ráðið góðar veitingar.

Almenn erindi

1.1808805 - Samstarf mennta- og velferðarsviðs

Kynning á vinnu samstarfshóps mennta- og velferðasviðs.
Ingunn Mjöll Birgisdóttir,verkefnastjóri á menntasviði, Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri málefna fatlaðra velferðarsviði, Anna Eygló Karlsdóttir, deildarstjóri fjölskyldudeildar velferðarsviðs og Ragnheiður Hermannsdóttir, deildarstjóri grunnskóladeildar, kynntu vinnu samstarfsteymis mennta- og velferðarsviðs og þau samstarfsverkefni sem skilgreind hafa verið.
Menntaráð þakkar fyrir kynninguna og fagnar þessari metnaðarfullu vinnu á sviðunum.

Almenn erindi

2.1901881 - Ytra mat á grunnskóla Kópavogsskóli valinn

Niðurstöður ytra mats og umbótaáætlun lagt fram. Viðmið og framkvæmd ytra mats grunnskóla má finna á eftirfarandi slóð: https://mms.is/ytra-mat-skola-3
Niðurstöður ytra mats í Kópavogsskóla og umbótaáætlun kynnt og rædd.

Almenn erindi

3.1512172 - Skemmtilegri skólalóðir.

Lagt fram minnisblað um framkvæmdir frá síðasta ári og fyrirhugaðar framkvæmdir.
Menntaráð samþykkir fyrir sitt leyti með öllum greiddum atkvæðum tillögu um ráðstöfun fjármagns til verkefnisins "Skemmtilegri skólalóðir" samkvæmt fram lögðu erindi Friðriks Baldurssonar, garðyrkjustjóra Kópavogs.

Almenn erindi

4.1805378 - Forvarnarsjóður Kópavogs - reglur

Tillaga að breytingu á reglum Forvarnasjóðs Kópavogs lagðar fram.
Menntaráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum tillögu að breytingum á reglum forvarnarsjóðs.

Fundi slitið - kl. 19:40.