Menntaráð

40. fundur 19. mars 2019 kl. 17:15 - 18:50 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
 • Margrét Friðriksdóttir formaður
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
 • Helgi Magnússon aðalmaður
 • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
 • Jóhanna Pálsdóttir varaformaður
 • Helga María Hallgrímsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
 • Þorvar Hafsteinsson foreldrafulltrúi
 • Björg Baldursdóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
 • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.1806578 - Ungmennaráð Kópavogs - erindisbréf 2018

Starfsmaður ungmennaráðs fjallar um starfsemi ráðsins í vetur og svarar fyrirspurnum.
Amanda K. Ólafsdóttir, deildarstjóri frístundardeildar kom á fund ráðsins, sagði frá starfsemi ungmennaráðs í vetur m.a. ungmennaþingi og svaraði fyrirspurnum. Ráðið þakkar góða umfjöllun og umræðu.

Almenn erindi

2.1805378 - Forvarnarsjóður Kópavogs - úthlutunarreglur

Kosning valnefndar sem vinnur úr umsóknum um styrki til sjóðsins.
Margrét Friðriksdóttir og Helgi Magnússon, fulltrúar meirihluta og Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir fulltrúi minnihluta voru einróma kosin í valnefnd forvarnarsjóðs.

Almenn erindi

3.1901753 - Ytra mat á grunnskólum 2018 Vatnsendaskóli valinn

Ytra mat á Vatnsendaskóla kynnt.
Ytra mat á Vatnsendaskóla og umbótaáætlun skólans lögð fram.

Almenn erindi

4.1903621 - Fyirspurn vegna söfnunar viðkvæmra persónuupplýsinga í grunnskólum um trúfélagsskráningu nemenda

Svar við fyrirspurn lagt fram.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:50.