Menntaráð

42. fundur 07. maí 2019 kl. 17:15 - 19:15 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
 • Margrét Friðriksdóttir formaður
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
 • Helgi Magnússon aðalmaður
 • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
 • Elvar Páll Sigurðsson aðalmaður
 • Helga María Hallgrímsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
 • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
 • Þorvar Hafsteinsson foreldrafulltrúi
 • Björg Baldursdóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
 • Hekla Hannibalsdóttir starfsmaður menntasviðs
Fundargerð ritaði: Hekla Hannibalsdóttir verkefnastjóri á grunnskóladeild
Dagskrá

Almenn erindi

1.1905036 - Reglur um umsókn og innritun í grunnskóla Kópavogs

Endurskoðaðar reglur um umsókn og innritun í grunnskóla Kópavogs lagðar fram.
Endurskoðaðar reglur um umsókn og innritun í grunnskóla Kópavogs samþykktar með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn erindi

2.1904473 - Menntasvið-skóladagatöl

Skóladagatal Smáraskóla lagt fram.
Helga María Hallgrímsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Skóladagatali Smáraskóla fyrir skólaárið 2019 - 2020 er hafnað á þeim forsendum að menntaráð telur ekki rétt að tvítelja þá skóladaga sem skólinn óskar eftir. Deildarstjóra grunnskóladeildar er falin úrvinnsla málsins.

Almenn erindi

3.1902397 - Kópurinn 2019

Niðurstöður valnefndar Kópsins kynntar.
Niðurstöður kynntar. Verðlaun verða afhent í Salnum fimmtudaginn 16. maí kl. 14:30. Menntaráð fagnar því hversu mörg metnaðarfull verkefni hlutu tilnefningu.

Almenn erindi

4.1701611 - Rannsókn og greining-Ungt fólk viðhorfskannanir

Kynning á nánari greiningu á viðhorfskönnun sem gerð var í 8. - 10. bekk í febrúar 2019.
Lagt fram til kynningar.

Almenn erindi

5.1812353 - Kársnesskóli við Skólagerði - Hönnun

Kynning á fyrirhuguðum íbúafundi á Kársnesinu vegna nýs Kársnesskóla. Sjá má forsögn fyrir nýjan Kársnesskóla á eftirfarandi slóð: https://www.karsnesskoli.is/skolinn/ny-skolabygging/
Björg Baldursdóttir sagði stuttlega frá stöðu mála.

Fundi slitið - kl. 19:15.