Menntaráð

43. fundur 21. maí 2019 kl. 17:30 - 18:50 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Elvar Páll Sigurðsson aðalmaður
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Björg Baldursdóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.1905392 - Frístundadeild-Rafíþróttir

Kynnt verður rafíþróttamóti á vegum félagsmiðstöðva í grunnskólum.
Menntaráð þakkar Steinari Má Unnarssyni, forstöðumanni félagsmiðstöðvarinnar Ekkó áhugaverða kynningu á rafíþróttum í félagsmiðstöðvum.

Almenn erindi

2.1805378 - Forvarnarsjóður Kópavogs - úthlutunarreglur

Niðurstöður valnefndar á styrkumsóknum til forvarnarsjóðs kynntar.
Menntaráð samþykkir tillögur valnefndar.

Almenn erindi

3.16051398 - Grunnskóladeild-endurmenntun kennara

Áætlun um fyrirhugaða endurmenntun og starfsþróun fyrir stjórnendur og kennara í grunnskólum á næsta skólaári 2019-2020 lögð fram.
Menntaráð lýsir ánægju sinni með fjölbreytta endurmenntun fyrir fagfólk í grunnskólum Kópavogs.

Almenn erindi

4.1904473 - Menntasvið-skóladagatöl

Skólastjóri Smáraskóla hefur óskað eftir skriflegum rökstuðningi menntaráðs á ákvörðun ráðsins um að hafna tillögu að skóladagatali Smáraskóla fyrir skólaárið 2019-2020.
Lögð fram drög að skriflegum rökstuðning höfnunar menntaráðs á skóladagatali Smáraskóla. Menntaráð samþykkir drögin með öllum greiddum atkvæðum.

Helga María Hallgrímsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokks vék af fundi undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 18:50.