Menntaráð

44. fundur 04. júní 2019 kl. 17:15 - 19:25 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
 • Margrét Friðriksdóttir formaður
 • Gunnsteinn Sigurðsson varamaður
 • Helgi Magnússon aðalmaður
 • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
 • Elvar Páll Sigurðsson aðalmaður
 • Helga María Hallgrímsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
 • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
 • Þorvar Hafsteinsson foreldrafulltrúi
 • Björg Baldursdóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
 • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.1901881 - Ytra mat á grunnskóla Kópavogsskóli valinn

Lögð fram úttekt sérfræðings á kennsluháttum í Kópvogsskóla sem gerð var í kjölfar ytra mats á skólanum.
Dr. Ingvar Sigurgeirsson, sérfræðingur í kennslufræðum kynnti úttekt sína á kennsluháttum í Kópavogsskóla. Menntaráð fagnar niðurstöðum.

Almenn erindi

2.1905843 - Beiðni frá skólastjórum í Kópavogi varðandi viðhorfskannanir Skólavogar

Lögð fram beiðni frá skólastjórum í Kópavogi um að leggja fyrir foreldra- og starfsmannakannanir Skólapúlsins þriðja hvert ár í stað annað hvert ár.
Menntaráð samþykkir beiðni skólastjóra með öllum greiddum atkvæðum. Menntasviði er falið að endurskoða samning við Skólavogina.

Almenn erindi

3.1902027 - Samningur um notkun á vefhlutanum eldhús á Timian

Ný veflausn fyrir næringarútreiknaða matseðla fyrir mötuneyti grunnskóla.
Menntaráð lýsir ánægju sinni yfir að þeim áfanga sé náð að næringargildi matar sé sýnilegt á heimasíðum grunnskólanna.

Almenn erindi

4.1905944 - Menntasvið-skólaþjónusta: þróun úrræða í grunnskólum

Farið yfir úrræði í grunnskólum vegna nemenda með margþættan vanda. Hugmyndir um faglega þróun úrræða kynnt og rædd.
Kynnt og rætt.

Almenn erindi

5.1905956 - Beiðni frá Samkóp um úttekt á spjaldtölvuinnleiðingu

Lagt fram.
Þegar innleiðing á spjaldtölvum hófst var áætlað að fenginn yrði utanaðkomandi aðili til að meta framvindu markmiða verkefnis að ca. 5 árum liðnum, á þeim forsendum að fyrr væri það ekki tímabært. Unnið er að undirbúningi og stefnt að því að sú vinna fari fram á næsta ári. Jafnframt verður leitað samstarfs við Menntamálastofnun varðandi fyrirkomulag og áherslur í stöðumati á verkefninu. Jafnframt verður horft til tillagna SAMKÓP við úttektina.
Benda má á að ýmsir utanaðkomandi aðilar hafa skoðað eðli og framgang verkefnisins, m.a. í lokaverkefnum á meistarastigi sem finna má á heimasíðu verkefnisins http://spjaldtolvur.kopavogur.is/upplysingar/

Almenn erindi

6.1701440 - Menntaráð-fundaráætlun og ýmis gögn

Tillaga að fundaráætlun fyrir haustönn 2019 lögð fram.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Í ljósi þess að Kópavogsbær er að innleiða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna þá er fyrirhugað að nefndir menntasviðs Kópavogsbæjar fundi saman í byrjun haustmisseris til að vinna að undirbúningi.

Þorvar Hafsteinsson, fulltrúi foreldra og Björg Baldursdóttir, fulltrúi skólastjóra láta af störfum í menntaráði og nýir fulltrúar taka sæti í ráðinu næsta haust. Menntaráð þakkar þeim gott samstarf.

Fundi slitið - kl. 19:25.