Menntaráð

53. fundur 03. desember 2019 kl. 17:15 - 19:05 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
 • Margrét Friðriksdóttir formaður
 • Birkir Jón Jónsson sýn í fundargátt
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
 • Gunnsteinn Sigurðsson varamaður
 • Fjóla Borg Svavarsdóttir varamaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson varamaður
 • Elvar Páll Sigurðsson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
 • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
 • Jóhannes Birgir Jensson foreldrafulltrúi
 • Magnea Einarsdóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
 • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.1902026 - Innleiðing á nýju innritunarkerfi, Vala

Nýtt innritunarkerfi fyrir frístundir í grunnskólum.
Sindri Sveinsson, rekstrarstjóri menntasviðs kom á fund ráðsins og kynnti nýtt innritunarkerfi.

Almenn erindi

2.1410636 - Frístundadeild-Molinn ungmennahús

Stofnun vinnuteymis sem hefur það hlutverk að móta tillögur að framtíðarþróun og nýbreytni í starfsemi ungmennahússins Molans.
Menntaráð fagnar stofnun teymis og óskar eftir að fylgjast reglulega með vinnu þess.

Almenn erindi

3.1911633 - Öldungaráð 2019-2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lögð fram.

Almenn erindi

4.1909769 - Mat og eftirlit sveitastjórna með skólastarfi

Niðurstöður á viðhorfakönnunum foreldra og nemenda á skólastarfi í grunnskólum fyrir skólaárið 2018-2019 lagðar fram sem og niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk.
Lagt fram.
Bókun:
"Niðurstöður nemendakönnunar sýna að Kópavogur er með slaka niðurstöðu er varðar virkni nemenda í tímum og samband nemenda við kennara. Niðurstaða foreldrakönnunar sýnir einnig slaka einkunn í samskiptum foreldra og kennara. Ljóst er að samskiptahæfileikar kennara, foreldra og nemenda í Kópavogi eru ekki slakari en í öðrum sveitafélögum. Orsakanna er því að leita annarstaðar. Mikilvægt er að menntasvið skoði og meti þessar niðurstöður og komi með úrbótatillögur til menntaráðs."
Pétur Hrafn Sigurðsson
Elvar Páll Sigurðsson
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Almenn erindi

5.1811182 - Menntasvið-skil skólastiga þróunarverkefni

Verkefni sem hlýtur styrk til þróunarverkefnis á skilum leik- og grunnskóla kynnt.
Lagt fram.

Almenn erindi

6.1701440 - Menntaráð-fundaráætlun og ýmis gögn

Fundaráætlun fyrir vorönn 2020 lögð fram.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:05.