Menntaráð

55. fundur 03. febrúar 2020 kl. 17:15 - 19:30 í Arnarskóla
Fundinn sátu:
 • Margrét Friðriksdóttir formaður
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
 • Helgi Magnússon aðalmaður
 • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Jóhanna Pálsdóttir varamaður
 • Elvar Páll Sigurðsson aðalmaður
 • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
 • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
 • Jóhannes Birgir Jensson foreldrafulltrúi
 • Magnea Einarsdóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
 • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Menntaráð þakkar Arnarskóla góðar móttökur, áhugaverða kynningu á starfi skólans og fínar veitingar.

Almenn erindi

1.2001857 - Grunnskóladeild-UT verkefni

Farið yfir stöðu og helstu skref vegna þróunar kennsluhátta með upplýsingatækni að leiðarljósi í grunnskólum.
Bergþóra Þórhallsdóttir, verkefnastjóri í upplýsingatækni fór yfir helstu verkefni vegna eflingar upplýsingatækni í grunnskólum bæjarins.

Almenn erindi

2.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Máli frestað frá fundi menntaráðs þann 4.febrúar s.l.
Menntaráð hefur tekið til umræðu innleiðingaráætlun Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og leggur fram minnisblað þar að lútandi.

Almenn erindi

3.2001710 - Ferðaþjónusta samningur við Teit Jónasson ehf

Lögð fram eftirfarandi bókun frá velferðaráði: "Velferðarráð leggur áherslu á að sett verði upp verklag varðandi eftirlit með framkvæmd og gæðum þjónustunnar sem og markvissri þjálfun starfsmanna.
Velferðarsviði er falið að finna góða leið til að tryggja slíkt, t.a.m. með því að fá til þess utanaðkomandi aðila
Vísað til menntaráðs sem og notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks til upplýsingar."
Lagt fram til kynningar.
Menntaráði er boðið til vígslu á nýrri kennsluaðstöðu fyrir Skólahljómsveit Kópavogs að Álfhólsskóla Digranes, Álfhólsvegi 100, föstudaginn 7. febrúar kl. 17:30.

Fundi slitið - kl. 19:30.