Menntaráð

61. fundur 05. maí 2020 kl. 17:15 - 19:30 í Fagralundi, Furugrund 83
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Gunnsteinn Sigurðsson varamaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Elvar Páll Sigurðsson aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Jóhannes Birgir Jensson foreldrafulltrúi
  • Magnea Einarsdóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir Deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2001214 - Frístundadeild-Sumar 2020

Kynning á sumaropnun í félagsmiðstöðvum í grunnskólum. Einnig kynnt staða á skipulagi sumarnámskeiða fyrir sumarið 2020.
Amanda K. Ólafsdóttir, deildarstjóri frístundardeildar kynnti framkvæmd og fyrirkomulag sumaropnana félagsmiðstöðva, útivaktir félagsmiðstöðva og samvinnu við foreldrarölt. Arna Margrét Erlingsdóttir, verkefnastjóri á menntasviði kynnti einnig sumarnámskeið fyrir börn og ungmenni sem haldin eru í Kópavogi.

Almenn erindi

2.1902400 - Frístundadeild-Velkomin verkefnið

Kynning á styrk sem Velkomið verkefnið hefur hlotið.
Lagt fram.

Almenn erindi

3.2003544 - Neyðarstjórn Kópavogs - Viðbrögð vegna Covid-19

Upplýsingar um framkvæmd skólastarfs vegna breytinga á samkomubanni. Jafnframt farið yfir skipulag vegna fyrirhugaðs verkfalls Eflingar.
Menntaráð lýsir yfir miklum áhyggjum af verkfalli starfsfólks Eflingar í grunnskólum Kópavogs sem hófst um hádegi í dag 5. maí. Í ljósi undangengis verkfalls og Covid-19 faraldurs hefur skólastarf í grunnskólum bæjarins þegar raskast mikið á önninni og mega nemendur ekki við frekari skerðingu. Menntaráð skorar á samningsaðila að ganga til samninga eins fljótt og auðið er.

Almenn erindi

4.2001382 - Skóladagatal og starfsáætlun grunnskóla Kópavogs - viðmið

Tillaga um breytingu á skóladagatali lögð fram.
Menntaráð ákveður að unnið verði samkvæmt samþykktu skóladagatali út skólaárið, í því felst að allir skólar taka skipulagsdag 22. maí. Jafnframt samþykkir menntaráð að Álfhólsskóli, Kársnesskóli, Kópavogsskóli, Salaskóli og Smáraskóli sem ekki nýttu skipulagsdag sem var samkvæmt skóladagatali 23. mars s.l. slíti skóla 8. júní í stað 9. júní.

Menntaráð hafnar erindi Salaskóla um breytt skóladagatal í ljósi ofangreindrar samþykktar.

Fundi slitið - kl. 19:30.